Mikið er gott að byrja aftur! Viðeigandi líka að gera það 1. september :-) Sumrinu að ljúka, haustið komið og veturinn handan við hornið. Mikið hlakka ég til þessa yndislega vetrar!
Nema hvað! Uppskriftin sem mig langar að deila með ykkur í dag er yndislega einföld og fááááránlega bragðgóð! A.m.k. fyrir þá sem eru sítrónuaðdáendur eins og ég :-) Kjúklingurinn verður alveg hreint yndislega meyr og bragðið er svo létt og ferskt að annað eins hefur varla sést! Mæli því óhikað með þessari uppskrift.
Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 6
6 kjúklingabringur (skinnlausar)
12 hvítlauksgeirar
1/2 dl ólífuolía
1 dl hvítvín
1 1/2 msk rifinn sítrónubörkur (2 sítrónur)
3 msk nýkreistur sítrónusafi
2 tsk oreganó
1 1/2 tsk timijan (eða blóðberg)
Salt og pipar
Nema hvað! Uppskriftin sem mig langar að deila með ykkur í dag er yndislega einföld og fááááránlega bragðgóð! A.m.k. fyrir þá sem eru sítrónuaðdáendur eins og ég :-) Kjúklingurinn verður alveg hreint yndislega meyr og bragðið er svo létt og ferskt að annað eins hefur varla sést! Mæli því óhikað með þessari uppskrift.
Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 6
6 kjúklingabringur (skinnlausar)
12 hvítlauksgeirar
1/2 dl ólífuolía
1 dl hvítvín
1 1/2 msk rifinn sítrónubörkur (2 sítrónur)
3 msk nýkreistur sítrónusafi
2 tsk oreganó
1 1/2 tsk timijan (eða blóðberg)
Salt og pipar
Byrjaði á því að hreinsa hvítlaukinn og merja.
Reif svo sítrónubörkinn vel og vandlega.
Skar svo sítrónurnar í bita til að nota síðar.
Setjið ólífuolíuna á pönnu, hitið og
skellið hvítlauknum svo á pönnuna og steikið.
Hellið hvítvíninu út á pönnuna ...
bætið sítrónuberkinum og sítrónusafanum ...
og oreganóinu og timijaninu út á sömuleiðis.
Setjið svo einnig klípu af salti og pipar út á.
Blandið öllu saman og hellið svo vökvanum
í eldfast form.
Ég hreinsaði kjúklingabringurnar og velti þeim vel
upp úr vökvanum. Raðaði þeim svo í formið
og setti sítrónubitana inn á milli.
Svo var bara að skella þessu inn í 200°C heitan ofn
í um það bil 30-40 mínútur - tók þær út eftir
35 mínútur en þetta fer svolítið eftir stærð bringnanna
og það þarf einfaldlega að prófa þær. Ef þið stingið
í stærstu bringuna og vökvinn sem kemur út er glær
þá er nokkuð öruggt að þær séu tilbúnar.
Berið svo fram í forminu og bjóðið vökvann
sem sósu með kjúklingabringunum.
Eins og áður hefur komið fram þá var þetta rosalega góður kjúklingaréttur. Hann er líka yndislega einfaldur og namm, mig langar að smakka þetta aftur :-) Ég bar þetta fram með einföldum pastarétti þar sem það var ein í mat sem borðar ekki kjöt, og þetta reyndist hrikalega gott saman en einnig væri meir en nóg að vera einfaldlega með hrísgrjón og salat.
Meira síðar.
Ummæli