Kúbanskt innlæri með tómatsalsa

Fyrr í sumar ákvað ég að prófa kúbanska uppskrift að góðri nautasteik - Þetta heppnaðist stórvel, þó líklega hefði þetta verið betra ef ég hefði átt nóg af kolum - en svona er það í eldhúsinu, svo lærir sem lifir og prófar eitthvað nýtt :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1/2 dl matarolía
2 msk oreganó
2 tsk cumin
8 hvítlauksgeirar
2 lárviðarlauf
2 lime
1 kg nautainnlæri
Salt og pipar

Tómatsalsað
1/2 búnt ferskt kóriander
3 msk rauðvínsedik
2 msk limesafi
1 msk ólífuolía
1 tsk sykur
3 tómatar
1 rauðlaukur
1 jalapeno pipar
Salt og pipar

Fyrst var það að gera mareneringuna.
Tók fram hakkarann og setti fyrst matarolíuna ...

svo oreganó ...

og cumin.

Svo var að bæta lárviðarlaufinu út í.

Tók fram lime-in og byrjaði á því að rífa börkinn 
utafn af þeim og skar svo í tvennt og kreisti safann úr.

Setti klípu af salti og pipar út í sömuleiðis.

Þá var það hvítlaukurinn - einfaldlega hreinsaði hann

og setti geirana heila út í.

Svo var bara að láta hakkarann vinna verkið.

Tók svo fram steikina og nuddaði hana 
vel og vandlega upp úr mareneringunn.
Leyfði henni svo að jafna sig yfir nótt inn í ískáp.

Svo var bara að hreinsa mesta af henni og skella
þessu á grillið þar til rare/medium rare - 
sem tók aðeins lengri tíma en ætlast var til hjá mér
þar sem ég átti ekki nógu mikið af kolum ... 
eitthvað til að muna næst = alltaf eiga nóg af kolum!

Vafði steikinni svo inn í álpappír og leyfði henni að 
jafna sig aðeins áður en ég skar hana.

Nammi namm - hin ágætasta steik!

Salsað hafði ég gert fyrr um daginn.
Byrjaði á að skera tómatana í bita og setti í skál.

Saxaði kórianderinn og skar jalapeno í litla bita
og bætti út í.

Skar rauðlaukinn smátt og bætti út í ...

Bætti svo rauðvínsedikinu, sykrinum og limesafanum út í.

Svo var bara að blanda öllu vel saman og njóta með steikinni.

Það er fátt jafn gott með góðri nautasteik og gott og ferskt tómatsalsa - eftir sumarið er ég líka orðin eindreginn aðdáandi ediks og namm hvað ég gerði magnaða chimchurri sósu um daginn sem ég get ekki beðið eftir að deila með ykkur! Það verður bloggað reglulega núna - hlakka til að eiga skemmtilegan vetur með ykkur!

Meira síðar.

Ummæli