Flensusúpan

Eins og svo margir aðrir þá lagðist ég í þessa hrikalegu haustflensu eftir verslunarmannahelgina. Eftir að hafa verið hrikalega slöpp í nokkra daga og mikilvægir fundir framundan þá ákvað ég að losa mig við flensuna í eitt skipti fyrir öll og gera súpu sem myndi hrekja burtu alla slæmsku!  Í súpuna skellti ég öllu sem ég hélt að gæti mögulega verið gott við flensu = kjúklingur, jalapeno, engifer og hvítlaukur - ég veit, hljómar hrikalega ... en þetta kom nú reyndar bara vel út :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
2 dl vatn
1 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
1 kjúklingabringa
2,5 cm engiferbútur
3 jalapeno bitar
1/2-1 græn paprika
5 sveppir
1 rautt chillí
1 dl smágert pasta
1-2 tsk cumin
1/2-1 kjúklingateningur
1 tsk sítrónupipar
1 tsk kóriander
Nokkrar greinar ferskt kóriander
Salt og pipar

Skar rauðlaukinn smátt

og hvítlaukinn sömuleiðis.

Skar kjúklinginn mjög smátt,
bæði til að stytta eldunartíma og til að vera ekki að fá stóra bita í skeiðina.

Tók fram djúpa pönnu og setti olíu út á og steikti fyrst laukana,
bætti svo kjúklingnum út á og steikti.

Ég skar svo engiferið í litla bita - mæli með því að rífa það frekar
eða nota bara 1 cm í staðinn fyrir 2,5 þar sem þetta var
óþarflega yfirgnæfandi.

Skar jalapeno-ið í litla bita.

Skar paprikuna sömuleiðis frekar mikið smátt.

Sneiddi sveppina -
ný snilldaraðferð til að sneiða sveppi sem ég 
lærði í sumar - nota eggjaskerann!



Bætti sveppunum út á sem og kryddunum og hellti svo 
vatninu út á pönnuna og bætti teningnum við.

Saltaði svo og pipraði og leyfði suðunni að koma upp.

Skar chillíið smátt

og bætti út í þegar suðan var komin upp.

Mundi svo allt í einu eftir að ég átti þetta líka fína smágerða pasta
... skellti 1 dl af því út í og svo var bara að leyfa þessu að
sjóða vel og smakka svo til og lagfæra kryddin eftir þörfum.

Svo var bara að njóta :-)

Þetta reyndist hin ágætasta súpa - bragðgóð en reif líka aðeins í. Mér leið strax betur þarna um kvöldið og var orðin hin hressasta næsta dag - mæli óhikað með þessari þegar flensan bankar upp á :)

Meira síðar.

Ummæli