Sætar kartöflur ... svoooo sætar og góðar í kurrý!

Jæja, sumarfríið að lokum komið og tími til að byrja aftur!

Sætar kartöflur eru algert uppáhalds hráefni hjá mér - hvort sem er á pizzu eða í kurrý. Ég skellti í þetta líka frábæra kurrý um daginn - hrikalega gott, namm!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
2 rauð chillí
1 tsk turmerik
1 tsk fersk engiferrót, rifin
1 msk sojasósa
250 ml kókosmjólk
3 dl grænmetissoð
1 msksítrónusafi
450 gr sæt kartafla
Hrísgrjón

Skar sætu kartöflurnar í grófa bita og 
saxaði laukinn, hvítlaukinn og chillíin 
og reif ferska engiferið.

Svo var bara að draga fram djúpa pönnu og setja þar
í öll innihaldsefnin nema sætu kartöflurnar ...

Hrærði öllu saman og leyfði suðunni að koma upp.

Leyfði þessu að sjóða saman í sirka 5-10 mínútur.

Þá var bara bæta sætu kartöflunum út í 
og sjóða í 15-20 mínútur. 

Fáránlega einföld uppskrift ekki satt?
Besta er hvað hún var fáránlega góð líka :-)

Mæli eindregið með þessari og fullt spennandi á leiðinni!

Meira síðar.

Ummæli