Kókosrækjupakkar

Ég veit ekki hvað það er en það er fátt sem róar mig jafn mikið og vera í eldhúsinu og búa til mat. Það er fátt jafn gefandi og elda mat sem fólki finnst síðan smakkast vel. Það fyndna er samt að ég er alltaf jafn stressuð, eða stressuð er kannski ekki rétta orðið, spennt, alltaf jafn spennt yfir að prófa nýja uppskrift og heyra viðbrögðin frá gestunum. Þess vegna finnst mér líka fátt jafn skemmtilegt og fá gesti í mat. Þá er gaman að taka góðan tíma í að elda (ég er samt notabene aldrei tilbúin á réttum tíma ... sem svo sannar mikilvægi fordrykkja ...) en stundum er það nú einfaldlega svo að tími gefst ekki til og þá er eins gott að velja einfaldar og fljótlegar uppskriftir.

Hér er ein slík!

Uppskriftin er eftirfarandi ... fyrir 4
500 gr rækja
2 sítrónugras stilkar
2 skallottulaukur
75 ml kókosmjólk
Safi úr 1 lime
Álpappír

 Byrjaði á að setja rækjuna í skál ...

Marði svo og saxaði sítrónugrasið

Skar skallottulaukinn í þunnar sneiðar
og setti allt saman í skálina með rækjunni.

Þá var að kreista lime-ið yfir 

ásamt því að hella kókosmjólkinni yfir.

Svo var bara að blanda öllu saman ...
ásamt salt og pipar ...

og útbúa svo tvær álpappírskálar og
skipta rækjublöndunni á milli þeirra og loka.

Skellti þeim svo á grillið í sirka 10 mínútur 

og bar svo fram ásamt þunnu kexi.

Einfaldur og bragðgóður forréttur - óhætt að mæla með :-)

Meira síðar

Ummæli