Heimatilbúið remúlaði og bragðsterkir borgarar

Það er fátt betra en góðir hamborgarar, nema þá kannski góð hamborgarasósa.

Ég skellti í eina slíka fyrir vinina um daginn - heppnuðust skemmtilega vel!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
Remúlaði
1 dl mæjónes
2 msk Dijon sinep
1 tsk tabasco sósa
5 súrsaðar smágúrkur (gherkin)
4 vorlaukar
Fersk steinselja
Salt og pipar

Hamborgararnir
1 msk paprikuduft
2 tsk svartur pipar
2 tsk gróft salt
1 tsk timijan
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk cayenne pipar
750 gr nautahakk
2 msk matarolía
Ostsneiðar
Hamborgarabrauð
Annað meðlæti eftir smekk

Byrjaði á að gera remúlaðið - tók fram litla skál 
og setti þar í mæjónesið og sinnepið ...

Skar smágúrkuna í litla bita og bætti út í ...

Ásamt tabascosósunni ...

og svo restinni af innihaldsefnunum,
 saxaði vorlaukinn og steinseljuna.

Svo var bara að hræra öllu saman og setja í kæli
í sirka 1 klst áður en hún er notuð.

Þá var að undirbúa hamborgarana.
Setti öll kryddin saman í litla skál og blandaði saman.
Svo var bara að útbúa borgarana og krydda 
vel og vandlega og henda svo á grillið.
Setti kryddafganginn svo í tóma krydddós sem ég átti
og hef notað reglulega síðar til að krydda nautahakk

Namm hvað þetta var hrikalega gott!

Mæli óhikað með þessu við öll tækifæri - er samt hugsanlega í sterkari kantinum fyrir yngri börn þar sem þetta er alveg pinku sterkt en algerlega þess virði að gera fyrir þá fullorðnu.

Meira síðar.

Ummæli

Unknown sagði…
Lúkkar vel, en það sem ég væri ótrúlega mikið spennt fyrir að heimagert hamborgarabrauð - það er ekkert úrval af öðru en þessu vonda frauði sem dregur góða borgara alveg niður! Hef oft gúgglað og skoðað uppskriftir en aldrei lagt í að baka... Bara ef þig vantar hugmyndir ;)
Vestfirðingurinn sagði…
Já, þetta var líka hrikalega gott :) Þú hefur hins vegar fengið hugskeyti með hamborgarabrauðið - var að hugsa það sama þegar ég gerði þessa borgara. Er reyndar búin að finna eina uppskrift sem gæti verið nokkuð góður grunnur fyrir góð hamborgarabrauð. Prófa þau og hendi þeim inn fljótlega :)