Hamborgarabrauð

Vegna fyrirspurnar hér á blogginu ákvað ég að prófa að búa til hamborgarabrauð og það heppanðist eiginlega bara vel.  

Uppskriftin gefur af sér sirka 15-18 brauð og var eftirfarandi ...
2 msk sykur
2 msk þurrger
2 dl volgt vatn 
4 dl volg/heit mjólk
2 msk matarolía
2 tsk salt
12-14 dl hveiti 
Egg og smá vatn
Sesamfræ

Tók fram stóra skál og setti sykurinn í hana

ásamt vatninu og leyfði sykrinum að leysast upp.

Bætti svo gerinu út í sykurvatnið 

og leyfði því sömuleiðis að leysast upp.

Bætti svo olíunni út í ...

og mjólkinni og saltinu ...

ásamt 6 dl af hveiti og blandaði vel saman.

Bætti svo hálfum desilíter af hveiti smátt og smátt
saman við deigið ...

allt þar til deig var farið að myndast og 

og farið að losna frá skálinni.

Þá var bara að hnoða ... og hnoða

eða þar til deigið var farið að líta vel út.
Svo var bara að setja það í skál og leyfa 
að hefast í sirka 45 mínútur.

Að 45 mínútum liðnum var bara að kýla deigið niður ...

og hnoða aðeins í viðbót. Ég setti matarolíu á borðið
til að það væri þægilegt að hnoða það og 
þægilegra að eiga við.

Byrjaði á að skipta deiginu í þrennt til að þægilegra
væri að skipta því upp.

Voilá, 16 bollur tilbúnar.

Þá var að skella þeim á ofnplötu og þrýsta þeim 
vel niður til að mynda hamborgarabrauð.
Setti svo hreint viskustykki yfir og leyfði þeim að ...

hefast í aðrar 45 mínútur.

Svo var bara að hræra saman eggi og smá vatni 
og bursta yfir brauðin og dreifa svo sesamfræjum yfir.

Skellti þeim svo inn í ofninn í 20 mínútur við 200°C hita.

Svo var bara að njóta!

Þetta kom nú bara merkilega vel út og fyrir utan tímann sem fór í að leyfa deiginu að hefast þá var þetta virkilega einfalt og þægilegt. Bragð- og áferðargott brauð sem var algerlega vesenisins virði :-)

Meira síðar.

Ummæli