Grillaður kjúklingur með mangósósu

Ég fékk vini á leið í Jökulfirðina í heimsókn um daginn. Þau komu keyrandi úr Reykjavíkinni og eins og þið vitið þá er fátt betra en að fá góðan mat þegar á leiðarenda er komið. Ég gat því auðvitað ekki verið þekkt fyrir annað en að skella í kvöldmat fyrir þau.

Eftir þó nokkra umhugsun ákvað ég að leita í smiðju Bobby Flay og skella í grillaðan kjúkling með mangósósu.

Uppskriftin endaði svona ...
Mangósósan
1 msk matarolía
1 lítill laukur
2 hvítlauksgeirar
2 velþroskuð mangó
1 grænt chillí
2 dl hvítvínsedik
Salt og pipar

Kjúklingurinn
2 msk kórianderduft
2 msk malað engifer
2 msk ljós púðursykur
1 msk laukduft
1 mskhvítlauksduft
1 msk gróft salt
1 msk cayenne pipar
2 tsk grófmalaður pipar
2 tsk timijan
1 tsk kanill
1 tsk allrahanda
1 tsk negull
8 kjúklingalæri

Byrjaði á að gera kryddblönduna fyrir kjúklinginn,
hún var í rauninni mjög einföld ...

tók fram litla skál og setti í hana öll kryddin ...


Heill hellingur af kryddum :-)

Snyrti kjúklingalærin og setti saman í form ...

og svo var bara að krydda vel og vandlega. 
Setti kryddafganginn svo í tóma krydddós til að nota síðar.
Leyfði þeim svo bara að bíða meðan ég gerði sósuna.


Saxaði laukinn ...

og hvítlaukinn ...

og setti saman í skál ásamt græna chillíinu 
sem ég saxaði líka.

Skar svo mangóið í bita sömuleiðis.

Þá var að taka fram pönnuna. 
Skellti lauknum og chilllíinu á pönnu 
ásamt hvítvínsedikinu ...

og skellti mangóinu út í sömuleiðis og svo var
bara að leyfa þessu að malla í korter-tuttugu mínútur
eða þar til mangóið var farið að mýkjast.

Skellti innihaldinu af pönnunni svo í matvinnsluvélina
og voilá, komin þessi líka fína sósa.

Svo var bara að skella kjúklingnum á grillpönnuna
og steikja þar til tilbúið, sirka 10 mínútur á hvorri hlið.

Svo var bara að njóta og þetta smakkaðist svo sannarlega vel. Ekta uppskrift fyrir mangóunnendur og snilldar sósa sem gengur líka vel með nautasteikinni.

Meira síðar.

Ummæli

Hrefna sagði…
Girnó :)
Kv. Hrefna