Dal Makhani

Ég fékk alveg hreint frábæra Kurry bók í útskriftargjöf og er búin að prófa helling af skemmtilegum uppskriftum úr henni :)  Uppskriftin sem mig langar að deila með ykkur í dag er Dal Makhani einmitt úr þeirri bók og var einfalt og hrikalega bragðgott!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
120 gr þurrkaðar rauðar linsubaunir
40 gr smjör
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
2 tsk ferskt engifer
1 grænt chillí
2 tsk cuminfræ
1 tsk malaður kóriander
1 tsk turmeric
1 tsk paprikuduft
200 gr nýrnabaunir
Búnt af ferskum kóriander
4 msk rjómi 
Salt

Gott er að hafa naan brauð með.

Skellti linsubaununum í pott

ásamt vatni ... og leyfði suðunni að koma upp.

Svo var að saxa grænmetið ...

og skella því ásamt olíu á pönnuna.

Bætti svo kryddunum út á, ásamt engiferinu
blanda og steikja vel saman.

Hellti svo linsubaununum út á ...

og nýrnabaunum ...

Svo var bara að leyfa þessu að sjóða í sirka 10-15 mínútur
og bæta þá rjómanum út í og hræra saman við,
ásamt kórianderlaufunum.

Svo var bara að njóta.

Þetta var eiginlega bara gott og alveg óhætt að mæla með þessu :-)  Hollt og gott auðvitað, og ef þið viljið ekki nota rjóma þá væri líka mjög gott að nota kókosmjólk.

Meira síðar.

Ummæli