Vanillubúðingur með rabarbarafroðu

Ég er þvílíkt stolt af þessum eftirrétt! Get ekki sagt annað enda eiginlega alveg fáránlega góður, skemmtilega fljótlegur og einfaldur og hrikalega góður ... var ég nokkuð búin að nefna hvað hann var góður?

Bestu meðmælin með þessum rétt er líklega sú staðreynd að í matarboðinu þar sem ég prófaði hann þá var fólk sem borðaði ekki búðing en þau gerðu það þetta kvöld!

Ég var úti í Svíþjóð um daginn og hitti þar meðal annara fænku mína sem er alger snillingur og atvinnukökkur.

Uppskriftin mín endaði svona ... 
5 dl matreiðslurjómi
1 1/2 dl sykur
Örlítil saltklípa
2 tsk vanilludropar
3 msk maízanamjöl
2 msk smjör

600 gr rabarbari
3 dl sykur
2 matarlímsblöð
Rjómasprauta + 2-3 gashylki

Byrjaði á að setja 4 dl rjóma í djúpa pönnu 
og kveikja undir ...

bætti svo 1 1/2 dl sykri út í og hrærði saman.
Leyfði suðunni að koma upp ...

Á meðan hitinn var að koma upp þá tók ég fram litla 
skál og setti þar 1 dl rjóma og maízanamjölið 
og þeytti saman með písk.

Þegar suðan kom upp ...

þá hellti ég rjómablöndunni út í og hrærði saman.

Þannig varð úr þykk blanda og tímabært að klára verkið.

Bætti smjörinu út í ásamt vanilludropunum ...


og hrærði saman við búðinginn.

Svo var bara að hella búðingnum úr pönnunni og 
í stóra skál og skella inn í ískáp í 2-3 tíma.

Þá var að búa til froðuna ...
Skar rabarbara í bita og skellti á pönnuna ...

Hellti sykrinum yfir ...

og svo var bara að leyfa þessu að sjóða ...

Bætti reyndar líka smá engifer út í og örlitlu chillí ... 
og leyfði að sjóða lengur ... 
líklega aðeins of lengi en hvað um það ...

Þegar grauturinn var soðinn þá hellti ég honum í sigti
og lét leka af honum í skál.

Tók grautarklessuna og setti í litla skál

Tók hins vegar rabarbarasafann til hliðar - bætti 
við vatni þannig að úr urðu 500 ml.

Þá var að vinna með matarlímið. 
Setti plöturnar í vatn og leyfði að vera þar
í nokkrar mínútur (samkvæmt leiðbeiningum) ...

Þá var bara að taka þær upp úr vatninu og kreista
mesta vatnið úr þeim ...

setti svo í lítinn pott ...

og hitaði og hrærði þar til bráðnaði.
Athugið að þið gætuð þurft að bæta smá vatni út í
til að hjálpa því að bráðna.

Þegar það var bráðnað þá var bara að bæta því
út í rabarbarasafablönduna.

Svo var bara að hella þessu ofan í rjómasprautuna,
loka rjómasprautunni og setja tvö gashylki 
og prófa að sprauta úr og sjá hvort ekki kæmi froða.
Ef ekki, þá er bara að bæta á gasið.

Svo var bara að taka búðinginn út úr ískápnum 
og bera fram ... 

svo var bara að setja búðing á disk og smá froðu ...

og svo auðvitað smá rabarbaragraut með :-)

Þetta var eiginlega kjánalega gott, eða eiginlega betra en það. Á eiginlega ekki til lýsingarorð til að lýsa því hversu gott þetta var - þó ég segi sjálf frá ... Njótið!

Meira síðar.

Ummæli