Meðlæti á grillið - Rauðlauksmarmelaði

Ég hef verið að ræða það við vini mína upp á síðkastið hvað matarsmekkur minn hefur breyst mikið með þessu bloggi.  Ég er nefnilega manneskjan sem borðar ekki grillmat og finnst hann eiginlega bara ógeðslegur. En svo hef ég verið að rekast á svo margar spennandi uppskriftir að ég hef núna eiginlega alveg snúist við í áliti mínu á grillinu og er farin að grilla við öll tækifæri, enda með hrúgu af uppskriftum sem ég get ekki beðið eftir að prófa í sumar! :-)

Það má þó ekki gleyma að eitt það mikilvægasta þegar kemur að grillmat er að hafa jafnvel enn stórkostlegra meðlæti! Mig langar að deila með ykkur uppskrift sem ég prófaði um daginn og bar fram með grillaðri nautalund (sem var brjálæðislega góð og kemur inn síðar í vikunni ...).  Þetta var rauðlauksmarmelaði, auðvitað grillað! Það var fáránlega gott, eða mér fannst það a.m.k., og er algerlega stórkostlegt fyrir þá sem hafa smekk fyrir balsamic vinegar (sem er auðvitað bara góður ... edik er eitt af því sem ég er farin að hafa með öllum mat ...).

Það var líka yndislega einfalt að gera þetta! 

Uppskriftin var eftirfarandi ...
4 litlir eða meðalstórir rauðlaukar
1 dl balsamic vinegar
3 rósmaríngreinar
75 ml ólífuolía
3 msk púðursykur
2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk grófmalaður svartur pipar

Bjó til skál úr álpappír ...

Skellti lauknum í skálina ...

Reif niður rósmarínið og skar í bita og dreifði yfir laukinn.

Hellti svo balsamic edikinu yfir ...

og svo ólífuolíunni ...

og blandaði öllu saman.

Svo var bara að loka skálinni og vefja vel og vandlega 
inn í álpappír - athugið að setja vel af álpappír,
annars fer þetta að leika ... 

Svo var bara að skella þessu á grillið í sirka þrjú korter
eða þar til laukurinn var farinn að mýkjast ... 
mmm hvað það var hrikalega góð lykt!

Svo var bara að bera þetta fram og njóta!

Þetta var alveg hreint hrikalega gott meðlæti og hægt að mæla óhikað með þessu - bragðgott og ótrúlega einfalt :-)

Meira síðar.

Ummæli