Grilluð nautasteik með rósmarín og hvítlauk

Ég er komin með algert æði fyrir grilluðu nautakjöti, eða kannski frekar fyrir "varla" grilluðu nautakjöti. Það er reyndar mjög fyndið þar sem ég er manneskjan sem sendi kjöt hiklaust til baka til að fá það til baka sem skósóla.

Það er fátt betra en gott nautafillé og yfirleitt þarf nú ekki að gera mikið að gera við slíkt kjötstykki til að gera það gott en í þetta skiptið ákvað ég að marinera það yfir nóttu og grilla svo örstutt daginn eftir.

Innihaldsefnin voru eftirfarandi ...
4 hvítlauksgeirar
3 rósmaríngreinar
1 dl balsamik edik
1 dl rauðvín
1 dl ólífuolía
Salt og pipar

Súrdeigsbrauð
Smjör
Hvítlaukur
Salt og pipar

Saxaði hvítlaukinn ...

og rósmarínið ...

Tók svo fram plastpoka og setti í hann hvítlaukinn
og rósmarínið 

Hellti svo í pokann balsamik ediki ...

... og rauðvíni

og svo ólífuolíunni ... allt saman í pokann

Svo var bara að setja kjötið í pokann líka 
og loka pokanum ...

og nudda kjötið svo vel og vandlega upp úr marineringunni

Svo var bara að setja kjötið inn í kæli yfir nóttu
eða þar til ég þurfti að skella það á grillið.

Tók kjötið úr pokanum og hreinsaði að mestu.

Svo var bara að skella kjötinu á grillið.

Kjötið fékk að grillast í sirka 15-20 mínútur ...

eða sirka 10 mínútur á hvorri hlið.

Með kjötinu gerði ég svo rauðlauksmarmelaði ...

með þessu gerði ég svo líka grillað hvítlauksbrauð 
sem var skemmtilega einfalt. Skar niður súrdeigsbrauð
og bjó svo til hvítlaukssmjör með því að merja tvö 
hvítlauksrif og stappa saman við smjör með gaffli.

Smurði svo brauðið á báðar hliðar og skellti svo á 
grillið og leyfði því að grillast í smá stund.

Svo var bara að skera kjötið í þunnar sneiðar og njóta!

Þetta var hrikalega gott og alveg óhætt að mæla með þessu við öll tækifæri.

Meira síðar.

Ummæli