Geggjað með grillinu - Cayenne hrásalat

Eins og ég hef nefnt áður þá hef ég aldrei verið neitt sérstaklega fyrir grillmat en ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf verið mikill aðdáandi grillmeðlætisins og það hefur ekkert breyst þó ég hafi aðeins verið að taka grillið í sátt síðustu vikur :-)

Ég skellti í alveg hreint geggjað hrásalat um daginn og langar eiginlega bara í svoleiðis núna, var hrikalega gott. Reif svolítið í en svo er sæta þarna undir líka sem er bara góð! Fann uppskriftina í einu af Food Network blöðunum mínum - get ekki annað en mælt með því tímariti fyrir alla mataraðdáendur.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
4 gulrætur
1/2-1 hvítkálshaus
1 laukur
1 dl mæjónes
1/2 dl dijon sinnep
2 tsk eplaedik
2 dl sykur
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk cayenne pipar

Byrjaði á að hreinsa gulræturnar

Skar svo kálið í hæfilega stóra bita ...

þannig að það myndi passa í matvinnsluvélina!

Svo var bara að rífa grænmetið (eða þ.e. láta vélina 
rífa grænmetið) og setja í stóra skál.

Tók svo fram litla skál og setti þar mæjónesið og sinnepið 

ásamt sykrinum og eplaedikinu ...

cayenne piparnum og svarta piparnum 
og notaði svo skeið til að hræra saman.

Hellti svo blöndunni yfir grænmetið 

og blandaði öllu vel saman.

Svo var bara að bera fram! 
Ég bar það fram nánast strax, fékk að standa í kannski
hálftíma á borðinu - en auðvitað verður það bara
betra með tímanum og því gæti verið ágætt að gera það
jafnvel kvöldið áður og geyma inn í ískáp þar
til tími er kominn til að njóta!

Meira síðar.

Ummæli

Ásdís sagði…
Útbjó hrásalat eftir þessari uppskrift og hafði með lambalæri. Rosalega gott og ég mun hiklaust gera hana aftur!