Saltaðar möndlur

Þegar maður er að reyna að hætta að borða nammi eða já snakk, þá  er þetta fáránlega gott :-)

Uppskriftin er einföld ...
1/4 cayenne pipar
2 msk salt
25 gr smjör
4 msk ólífuolía
200 gr möndlur

Byrjaði á að setja saman salt og cayenne pipar 
í litla skál og blanda saman.

Tók fram pönnu og bræddi smjörið á henni ...

Þegar smjörið hafði bráðnað skellti ég möndlunum út í -
passið ykkur - þetta er alveg hressilega heitt :-)
Leyfði þessu að steikjast í sirka 5 mínútur eða þar til gullnar.

Hellti möndlunum af pönnunni í stóra skál og hellti saltblöndunni
yfir og blandaði vel saman. 


Svo var bara að leyfa þessu aðeins að kólna og bera fram -
alveg hreint hrikalega gott með köldum bjór!

Mæli óhikað með þessu!

Meira síðar.

Ummæli