Quesadillas með osti, beikon og jalapeño

Bauð heim í saumaklúbb með óvenju stuttum fyrirvara um daginn og þar af leiðandi þurftu allar uppskriftirnar að vera fljótlegar og þægilegar.  Ein af þeim sem ég ákvað að skella í voru quesadillas með allskonar gumsi úr ískápnum ...

Uppskriftin endaði svona ...
6 skallottulaukar
1 ferskur jalapeño eða 4 stórar sneiðar af súrsuðum
2 hvítlauksgeirar
5 beikonræmur
1 tsk cumin
1 tsk kórianderduft
250 gr rifinn maribóostur
Ferskur kóriander
Salt og pipar
8 heilhveiti tortillakökur

Byrjaði á að taka skallottulaukinn ...

og skar hann í þunnar sneiðar.

Tók svo jalapeñosneiðar og skar í litla bita ...

Setti laukinn og jalapeño í skál, ásamt hvítlauknum 

Skar svo beikonið í bita.

Steikti beikonið svo á pönnu og setti svo í litla skál. 
Reyndi að skilja eftir svolítið af fitunni á pönnunni ... 

En eftir að hafa steikt beikonið skellti ég laukblöndunni út á 
og snöggsteikti. Hellti laukblöndinni svo í litla skál sömuleiðis.

Bætti út í laukblönduna cumin og kóriander og hrærði vel saman.

Þá var bara að rífa ostinn.

Setti svo álpappír á tvær ofnplötur og setti tvær tortilla kökur á 
hvora plötu fyrir sig. Setti svo slatta af osti á hverja köku,
svolítið af laukblöndunni ofan á ostinn ...

... ferskan kóriander þar ofan á ...

og svo að lokum beikonbitana ...

Svo var bara að skella tortillakökum ofan á ...

og álpappír þar ofan á og inn í ofn við 200°C í sirka 15 mínútur 
eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Þegar þetta var tilbúið var einfalt mál að skera
þetta í bita og bera fram og njóta :-)

Þetta er alltaf góð björgun, hvort sem er fyrir saumaklúbb eða hádegismat eða kvöldmat - gott að bera fram með guacamole eða salsasósu og er alltaf jafn einfalt og gott.

Meira síðar.

Ummæli