Oreokaka

Ég á í ástar-haturssambandi við oreokexið. Mér finnst það ekkert sértsaklega gott og borða það aldrei - en mér finnst alveg svakalega gaman að nota það í allskonar bakstur og auðvitað, þegar ég rakst á þessa uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur í dag þá stóðst ég ekki freistinguna og ákvað að prófa. 

Uppskriftin var eftirfarandi ...
20 oreokökur
5 3/4 dl hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
226 gr smjör
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk möndludropar
2 1/2 dl sykur
3 egg
2 dl sýrður rjómi

Krem
170 gr súkkulaði
60 gr smjör
1-2 msk rjómi

Byrjaði á að sigta hveiti, salt og matarsóda í skál.

Tók fram stóra skál og setti þar mýkt smjör sem ég þeytti

Bætti svo sykrinum út í og þeytti saman við smjörið, bætti 
vanilludropunum og möndludropunum út í líka og þeytti saman við.

Bætti svo eggjunum út í - eitt í einu og hrærði á milli.

Þetta var frekar þykkt deig á þessum tímapunkti.

Bætti þá sýrða rjómanum út í, setti aðeins ríflega af honum.
Hrærði allt saman.
Þegar ég var búin að hræra sýrða rjómanum saman við þá
tók ég helminginn af deiginu og setti í smurt formið - 
dreifði vel úr því í botninn á forminu ... gleymdi að taka mynd :)

Þá var að taka fram oreokexið.

Skar kexin í fjórðunga ...

og bætti út í deigskálina ...

og hrærði saman við restina af deiginu.

Skellti kexdeiginu ofan á hitt deigið - notaði pæform.
Á meðan kakan bakaðist í 1 klst við 180°C blástur var lítið annað 
að gera en að útbúa kremið.

Tók smjörið og bræddi í skaftpotti.

Bætti súkkulaðinu út í og leyfði að bráðna með smjörinu.
Undir lokin bætti ég rjómanum út í og hrærði saman við.
Þegar kakan var tilbúin gerði ég eins og í teiknmyndunum og skellti
henni út í gluggakistu til að flýta fyrir kólnun. 

Svo var bara að að hvolfa kökunni úr forminu og hella 
súkkulaðikreminu yfir ... síðast en ekki síst var að njóta!

Þetta reyndist hin ágætasta kaka - virkilega bragðgóð og áferðin var líka góð. Hreinlega ekki undan neinu að kvarta!

Meira síðar

Ummæli