Karamellupönnukaka

Þessi er algerlega ný uppáhalds! Einföld að gera og hrikalega góð - nema fyrir kaloríuteljara, en hverjum er ekki sama um þá!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
3 dl nýmjólk
4 stór egg
3 dl hveiti
1/2 dl kakó
1/2 dl sykur
3/4 tsk vanilludropar
1/8 tsk salt

Kremið
226 gr smjör
5 1/2 dl flórsykur
2 dl karamella (dulcé de leche)
2 dl rjómi

Setti saman í skál mjólk og egg ...

og vanilludropa ...

og sykur og hrærði létt saman.

Sigtaði svo hveiti og kakó út í ...

og þeytti allt saman.

Setti deigið svo inn í ískáp og leyfði því að jafna sig
í sirka 20 mínútur og gerði karamellunna á meðan.

Þá var að gera kremið. Byrjaði á að mýkja smjör og
skera svo í grófa bita og þeytti vel.

Bætti svo flórsykrinum út í ...

og þeytti saman við smjörið.

Þá var lítið annað að gera en að bæta karamellunni út í ...

og þeyta henni vel saman við flórsykursmjörblönduna.

Þá var að byrja að baka ... Setti sirka 1-2 tsk ólífuolíu út í deigið.
Steikti það svo eins og venjulegar pönnukökur þar til deigið kláraðist.
Setti kökurnar inn í ískáp í smá stund til að leyfa þeim að kólna smá.

Þá var að raða saman kökunni! 
Byrjaði á að setja eina pönnuköku á disk ...

Smurði hana með kreminu og setti aðra pönnuköku ofan á 
sem ég smurði svo líka ... og svona koll af kolli ...



Allt þar til allar pönnukökurnar voru komnar í bunkann ...

og setti svo smá krem ofan á líka.

Kakan tilbúin og þá var bara að bera fram og njóta :-) Þetta var hrikalega skemmtileg kaka að gera og enn skemmtilegra að borða því hún var alveg hreint svakalega góð. Það merkilega var kannski að þrátt fyrir að vera svona mikil sykurbomba þá var hún eiginlega merkilega lítið sæt og alveg hægt að fá sér tvær sneiðar án þess að líða mjög illa yfir því!  Ótrúlega skemmtileg kaka sem smakkast jafnvel enn betur!

Meira síðar.

Ummæli