Engifer/hvítlauks kjúklingur

Ég á nýja uppáhaldspönnu - svona grillpönnu sem ég keypti í IKEA og ég verð að viðurkenna að eftir að hafa átt með að njóta hennar í upphafi þá er ég gjörsamlega fallin fyrir henni núna og nýti hvert tækifæri sem gefst til að nota hana. Það er reyndar líka gaman að því leyti að ég er að prófa svolítið öðruvísi uppskrifti en ég hef verið að gera og mig langar að deila einni slíkri með ykkur í kvöld, sem er kjúklingur sem er marineraður og svo steiktur á fínu pönnunni. Augljóslega er hægt að steikja hann líka á venjulegri pönnu já, eða á grilli, en það er bara svo mikið stuð að nota grillpönnuna :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
6-8 kjúklingabringur (eða í rauninni hvaða kjúklingabitar sem er)
1 rauðlaukur
2-3 hvítlauksgeirar
2 msk rifið engifer
1/2 dl soyja sósa
1/2 dl appelsínusafi
Salt og pipar

Pannan fína :-)

En að eldamennskunni, skar niður laukinn mjög gróft 
og setti í matvinnsluvélina, ásamt hvítlauknum ...

og engiferinu ...

Svo var það soyjasósan ...

og auðvitað appelsínusafinn og salt og pipar.
Hakkaði þetta svo allt saman vel og vandlega.

Setti kjúklingabringurnar í stóran plastpoka.

Hellti marineringunni yfir ...

Lokaði pokanum og nuddaði öllu vel saman.
Svo var bara að setja þetta inn í ískáp og leyfa
kjúklingnum að draga í sig bragðið í nokkrar klukkustundir,
já eða yfir nóttu eins ég ég gerði - en í a.m.k. 1 klukkustund.

Svo var bara að skella bringunum á fínu pönnuna og
grilla þær í gegn - en ég miða við að hafa þær í 10-12 mínútur
á hvorru hlið og þá passar það yfirleitt að þær eru tilbúnar en 
samt djúsí og bragðgóðar :-)

Voilá, þessar líka fínu kjúklingabringur tilbúnar.

Ég bar þessar svo fram með Mac'n'Cheese með havartí sem virkaði ótrúlega vel með - heppnaðist sem sagt bara stór vel og mun eflaust gera þetta aftur - þó ég hafi reyndar verið að prófa nýja uppskrift áðan sem namm, var hrikalega og eiginlega kjánlega góð með kóriander og fleira gúmmelaði. Hlakka til að deila henni með ykkur síðar í vikunni.

Meira síðar.

Ummæli