Marineraðar ólífur

Þetta er líklega eitt það besta sem ég hef fengið - ever! Þetta var eiginlega alveg hreint fáránlega gott - en líklega sérstaklega fyrir þá sem finnst ólífur góðar.  Þetta var borið fram á tapaskvöldinu og sló alveg hreint í gegn!

Uppskriftin var líka einföld og þægileg ... Besta er samt líklega að geta gert þetta daginn áður og svo geymist þetta í allt að viku í kæli ... Ekki það að þið séuð ekki búin að borða þetta löngu áður en vikan er úti ;-)

1/2 tsk kórianderfræ
1/2 tsk fennelfræ
2 hvítlauksgeirar
1 tsk rósmarín
2 tsk steinselja
1 msk hvítvínsedik
2 msk ólífuolía
115 gr grænar ólífur
115 gr svartar ólífur

Skelltum kryddunum í mortél og muldum kryddin saman.

Ólífuolía og hvítlaukur sett saman í skál ...

og hrært saman með gaffli. 

Svo var kryddunum og hvítvínsedikinu bætt út í 
og allt saman hrært vel og vandlega saman. 

Svo var bara að bæta ólífunum út í og blanda vel 
saman við vökvann.  Setja svo plast yfir og inn ískáp
yfir nóttu eða þar til er kominn tími til að bera þetta fram.

Þetta var eiginlega svo gott að ég er að hugsa um að gera svona aftur fyrir helgina - bara gott! 

Meira síðar.

Ummæli