Djúpsteiktar saltfiskbollur


Ég skellti í þemakvöld á miðvikudaginn í páskavikunni - Þema þessara páska var Tapas og það heppnaðist nú eiginlega bara býsna vel.  Einn af fjölmörgum réttum kvöldsins voru djúpsteiktar saltfisksbollur.  Þær voru víst virkilega góðar og einn af uppáhaldsréttum kvöldsins - hikið ekki við að prófa þessar!

Uppskriftin endaði svona ... 
1 laukur
125 gr léttsaltaður þorskur
60 gr smjör
1/4 tsk cayenne
180 ml hveiti
180 ml vatn
1/4 tsk salt
3 egg
Matarolía
Cajun krydd

Sósan
2 msk ólífuolía
1 laukur
3/4 tsk salt
1/4 tsk svartur pipar
3-4 hvítlauksgeirar
1-2 þurrkuð chilli
2 msk tómatpúrra
1-2 dósir niðursoðnir tómatar
1 lárviðarlauf
6 dl kjúklingasoð
1 msk baislika
1-2 tsk oraganó

Skar laukinn í bita

Roðfletti fiskinn 

Vel gert er það ekki? Helt þetta hafi jafnvel 
verið í fyrsta skiptið sem ég roðfletti fisk sjálf

Skar hann svo í grófa bita.

Setti eina matskeið á pönnuna 

og smjörsteikti svo laukinn.

Bætti svo fisknum út á pönnuna með aðeins meira smjöri

og steikti þetta allt saman þar til fiskurinn var 
orðinn hvítur í gegn.

Hellti svo af pönnunni í matvinnsluvélinni og hakkaði 
þetta allt saman vel og vandlega.

Svona leit þetta út úr hakkavélinni.  Ég gerði þetta 
kvöldið áður og skellti svo bara í ískáp yfir nóttina.

Þá var að gera deigið.  Skellti vatni, smjöri og cayanne 
og salti í pönnuna og leyfði suðunni að koma upp og 
blanda öllu vel og vandlega saman.


Takið pönnuna af hitanum og hellið öllu hveitinu út í
og notið sleif til að blanda öllu saman ...

Hærið vel og vandlega þar til deig hefur myndast ...
Færið pönnuna á hitann aftur (meðalhita) og haldið
áfram að hræra.

Með smá þolinmæði og styrkri hönd þá hefst þetta!

Þá er að bæta eggjunum út í - setja eitt í einu og 
hræra hverju og einu vel inn í deigið.

Svona leit þetta út með þremur eggjum.

Þá var bara að blanda fiskiblöndunni út í.

Svo var það stóra dæmið! 
Að djúpsteikja!
Ég hafði aldrei djúpsteikt áður og var eiginlega bara pinku 
örlítið smá stressuð yfir því ...
Hvað ef það skvettist yfir mig ...
Hvað ef það kviknar í?
Ég tók fram djúpu pönnuna mína og nánast tæmdi
úr stórri matarolíuflösku út í hana. 
Svo var bara að bíða eftir að hitinn yrði nægur.

Á meðan olían hitnaði setti ég eldhúspappír á disk.

Svo hófst fjörið!
Notaði matskeið til að mynda kúlur og setti þær svo
út í djúpsteikingarpönnuna. Setti nokkrar kúlur í einu
allt þar til deigið var búið og allt tilbúið :-)
Dreifði svo cajun kryddi yfir bollurnar.

Þá var að gera sósuna. Byrjaði á að steikja laukinn 
og hvítlaukinn.

Skellti svo öllu saman út í pönnuna nema basil og oreganó
(ath ég var að gera tvöfalda uppskrift).
Svo var bara að leyfa þessu að sjóða aðeins 
eða í sirka hálftíma.

Notaði svo töfrasprotann til að blanda öllu vel saman
og bætti að lokum basilíku og oreganó út í.

Svo var bara að bera þetta allt saman fram!

Virkilega gott - Njótið! :-)

Meira síðar.

Ummæli