Ananaskaka á hvolfi

Það er alltaf gaman að eiga góða kökuuppskrift og ég er svo sannarlega búin að vinna eina af mínm uppáhalds!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
55 gr smjör
1 dl púðursykur
1 1/2 dós ananassneiðar
1 dl hakkaðar pekanhnetur (ég notaði sambland af heslihnetum og pekanhnetum)
2 2/3 dl hveiti
160 ml sykur
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/4 tsk engiferduft
160 ml mjólk
55 gr smjör, mýkt
1 egg
1 tsk vanilludropar

Tók fram hringlaga form og skellti 55 gr af smjöri
í það og setti inn í 180°C heitan ofn allt þar til 
smjörið hafði bráðnað.

Á meðan smjörið bráðnaði hakkaði ég hneturnar.

Tók formið út úr ofninum 

Hellti púðursykrinum út í smjörið

Blandaði smjörinu og sykrinum vel saman.

Raðaði svo ananassneiðunum í formið ...

og hellti hnetunum yfir. Setti formið svo til hliðar
á meðan ég gerði deigið sjálft.

Setti hveiti, salt og lyftiduft ...

sykur og engifer saman í skál og blandaði saman.

Bætti mýktu smjörinu, mjólkinni, egginu og vanilludropum
út í skálina ...

Notaði svo handþeytara til að blanda þessu saman.
Deigið er og á að vera frekar þykkt.

Hellti deiginu í formið - yfir hneturnar og ananasinn. 
Skellti kökunni svo inn í ofninn við 180°C í sirka 30 mín.

Allt þar til tannstöngullinn kemur hreinn úr.
Leyfði kökunni að kólna í nokkrar mínútur.

Hvolfdi svo forminu á kökudisk.

Lyfti forminu af og út kom þessi stórkostlega kaka!

Þessi kaka var eiginlega alveg hreint fáránlega góð.  Þétt í sér og alveg hreint ofsalega bragðgóð - þar að auki lítur hún rosalega vel út :-)  

Mæli með henni við öll tækifæri.

Meira síðar.

Ummæli