Súkkulaðibollakaka með deigfyllingu og espressó smjörkremi

Það er fátt jafn gott og góð bollakaka.  Ég hef smakkað þær margar og þær eru nú jafn misjanfar og þær eru margar. Þessi var nú nokkuð góð, þó í sætari kantinum - en hver kvartar nú yfir því? :-)

Verð samt að viðurkenna að smjörkremið var með því betra sem ég hef smakkað lengi - ótrúlegt hvað smá kaffi getur gert! Mæli því alveg með þessum, þó það sé nú pinku vesen að gera þær.

Uppskriftin var eftirfarandi ... nóg í 24 bollakökur
3 1/2 dl hveiti
3 1/2 dl sykur
1 1/2 dl kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 dl súrmjólk
1 dl matarolía
2 stór egg
1 1/2 tsk vanilludropar
1 dl sterkt kaffi
1 dl heitt vatn

Fyllingin (var alltof mikið, myndi helminga hana næst)
4 1/2 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
226 gr smjör
1 1/2 dl púðursykur
1 1/2 dl sykur
1 dl vanilludropar
1/2 dl mjólk
100 gr súkkulaðibitar

Kremið
~6 1/2 dl flórsykur
226 gr smjör
2 msk mjólk
2 dl vanilludropar
1 msk espressóduft (skyndikaffi)


Byrjaði á að sigta hveiti í skál, bætti svo sykrinum út í

ásamt kakóinu sem ég sigtaði líka. 

Bætti svo matarsódanum og lyftiduftinu út í.

Þá voru það blautu innihaldsefnin, eggin, matarolían,
súrmjólkin og vanilldroparnir.

Leit svolítið skemmtilega út frá hlið :-)

Svo var að blanda þessu öllu saman.

Þegar allt var orðið vel blandað var bara að hella 
kaffinu og heita vatninu saman við og blanda öllu saman.


Þegar hér var komið hafði ég miklar efasemdir um
þetta deig þar sem það var rosalega þunnt ...

En ég lét mig hafa það að skella deiginu í form og 
inn í ofninn við 180°C í 8-11 mínútur eða þar til
tannstöngull kom hreinn út þegar stungið var í kökurnar.
Þær heppnuðust nú bara býnsna vel :-)

Þá var að gera fyllinguna. Byrjaði á að sigta hveiti
í stóra skál, bætti svo matarsódanum út í.

Setti mjúkt smjörið í aðra skál,

ásamt sykrunum. Þeytti þetta saman.

Bætti svo mjólkinni út í ...

og vanilludropunum og hnoðaði betur saman.

Svo var bara að hnoða súkkulaðibitunum saman við.
Setti til hliðar og á meðan ég gerði kremið þá
gerði Hildur Inga vinkona mín göt í miðjuna á 
bollakökunum sem höfðu fengið að fara út á svalir
til að kólna aðeins áður.  

Setti smjörið í skál og þeytti vel með handþeytara.

Bætti svo flórsykrinum saman við, 
sem og espressoduftinu og vanilludropunum.

Þeitti þessu öllu saman - bætti smá mjólk út í.

Þeytti aðeins meira og úr varð þetta fína smjörkrem.
Var samt kannski óþarflega þykkt - hefði mátt
setja 1 msk mjólk í viðbót.

Setti svo smá deigfyllingu í hvert gat

og svo var bara að setja deig yfir ...
og njóta! 

Meira síðar.

Ummæli