Súkkulaði risotto

Eftirréttir eru algerlega vanmetnir, eiginlega ætti maður alltaf að hafa eftirrétt með hverri máltíð.  Sérstaklega súkkulaðieftirrétti, súkkulaði kætir og bætir!

Skellti í nýstárlegan eftirrétt um daginn, eða mér fannst hann að minnsta kosti nokkuð nýstárlegur en hann er það nú reyndar ekkert eftir allt saman.  Þetta var sum sé súkkulaði risotto - sem er eiginlega bara jólagrautur með súkkulaði eeeeen namm hvað hann var góður :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 4-6
2 dl risotto hrísgrjón eða grautarhrísgrjón
5 dl matreiðslurjómi
75 gr suðusúkkulaði
2 msk smjör
1/2 dl sykur
1/8 tsk kanill
4 msk rjómi
Jarðaber eftir smekk
Súkkulaðisósa (valfrjálst)

Byrjaði á að setja matreiðslurjóma í pönnu 

bætti hrísgrjónunum út í ...

og leyfði suðunni að koma upp, með stillt á lágan hita.

Hrærði reglulega í til að passa að ekkert væri að brenna,
þetta tók sirka 20 mínútur eða þar til blandan 
var farin að þykkjast.

Bætti svo sykrinum ...

og súkkulaðinu út í.

Hrærði þessu öllu saman

og bætti svo smjörinu út í.

Hrærði það vel saman við og tók svo pönnuna af 
hitanum og bætti kanill og rjómanum út í.

Svo var bara að bera fram og njóta!

Súkkulaði + rjómi = Getur ekki klikkað :-)  

Meira síðar.

Ummæli