Limebitar

Ég keypti aðeins of mörg lime fyrir afmælið mitt um daginn og þá var ekkert annað en að reyna að nýta þau einhvernveginn og ég nýtti tækifærið þegar umhverfisnefndin lagði land (já eða sjó) undir fót og skellti í þessa líka brjálæðislega góðu limebita.

Uppskriftin endaði svona ...
226 gr smjör, mjúkt
1 dl flórsykur
4 dl hveiti
Fingurklípa af grófu salti

4 stór egg
4 dl sykur
6 msk hveiti
1/2 dl nýkreistur limesafi
2 tsk rifinn limebörkur

Setti smjör og flórsykur saman í skál og þeytti saman.

Sigtaði svo hveitið út í og þeytti meira.

Var með 22x33 cm form sem ég smurði, 
þrýsti deiginu ofan í og skellti inn í 180°C 
heitan ofn í 20 mínútur, eða þar til gullið. 
Tók fatið svo úr ofninum og setti inn í ískáp til að kæla aðeins niður
áður en ég setti fyllinguna ofan á.

Á meðan gerði ég fyllinguna. 
Byrjaði á að rífa börkinn af tveimur limeum.

Svo var bara að skera þau í tvennt og kreista úr þeim safann.

Þá var að draga fram aðra skál og setja í hana sykurinn og egginn.

Þeytti þetta vel saman.

bætti svo hveitinu út í og hrærði aðeins meira.

Hellti svo limesafanum út í 

og limebörkurinn fór út í sömuleiðis og hrærði aðeins meira 
til að blanda þessu öllu vel saman.

Þá var að taka fram kexbotninn aftur 

og hella hinu deiginu út á og skella aftur inn í ofninn og baka í 
um það bil 25 mínútur eða þar til fyllingin var bökuð.

Svona kom þetta út úr ofninum - Rosalega girnilegt :-)

Þegar þetta hafði kólnað var svo bara að sigta smá flórsykur 
yfir og skella álpappír yfir og á sjóinn.

Þetta sló vægast sagt í gegn enda alveg hreint hrikalega gott, þrátt fyrir að það sé pinku erfitt að skera þetta í bita - en kexbotninn er pinku harður.  Gæti verið sniðugt að setja álpappír undir og lyfta svo úr forminu, þá yrði þetta ekki jafn mikið mál. Hvað um það, Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar mælir hikstalaust með þessari :-)  Það gerir ótrúlega mikið að nota ferskan limesafa, enda var hver biti alger bragðsprengja, ferskt og gott!

Meira síðar.

Ummæli