Gulrótarídýfa

Suma daga elda ég meira en minna og þá kemur einstaka sinnum fyrir að einhverjir réttir gleymist.  Þessi er einn af þeim sem óvart gleymdust þar til litla systir fór að spyrja um hana í gær :-)   Þetta er sem sagt gulrótarídýfa með nokkuð skemmtilegu bragði, sambland af appelsínum, basilíku, kurrý og tabasco.

Uppskriftin endaði svona ...
1 laukur
5 litlar gulrætur (eða þrjár stórar)
2 appelsína
1 1/2 dl grísk jógúrt (eða hrein jógúrt)
Fersk basilíka, sirka handfylli
1-2 msk sítrónusafi
1 msk kurrý mauk
2-3 dropar tabasco sósa
Salt og pipar

Skar laukinn frekar fínt

Skar gulræturnar 

og reif þær niður frekar gróft

Tók appelsínurnar og reif börkinn frekar fínt

Svo var bara að kreista safann úr þeim 


Tók svo fram skaftpott og setti þar í laukinn, grulræturnar,
appelsínusafann og börkinn, ásamt kurrý maukinu.
Leyfði þessu að sjóða í sirka 10 mínútur.

Þegar þetta hafði soðið skellti ég þessu í matvinnsluvélina

og hakkaði vel og vandlega.

Setti maukið svo í skál og bætti jógúrtinu út í ...

saxaði basilíkuna 

og bætti út í sömuleiðis.

Blandaði þessu öllu saman og bætti svo við sítrónusafa,

og tabasco sósunni ...

og föstum liðum eins og venjulega: Salt og pipar.
Blandaði öllu vel saman með gaffli.

að lokum var ekkert eftir en að skella ídýfunni í 
fallegri skál og bera fram.

Kom bara nokkuð skemmtilega út en ég bar þetta fram með naan brauði og tortilla flögum - létt og skemmtilegt bragð, en þó kryddaður undirtónn :-)

Meira síðar.

Ummæli