Kjúklingalasagna með tortillakökum

Og ég er komin aftur! Það er leiðinlega langt frá síðasta pósti - læt þetta ekki koma fyrir aftur :-)

Málið var nú þannig að ég var að vinna í mastersverkefninu mínu og þá hefur maður minni tíma og orku í að blogga, hvað þá elda ... En ég fann nú samt ýmsa skemmtilega rétti meðan ég var að læra þó ég hafi reyndar ekki náð að elda þá alla enn - en það er svo sannarlega eitthvað að hlakka til!  Er að huga um að skella mér í bakstursátak fljótlega og er byrjuð að plana næsta tilraunaeldhús þar sem pælingin er að hafa spánskt þema í því - hvernig líst ykkur á það? 

Nema hvað, ein af þeim uppskriftum sem ég prófaði á meðan þessu lærdómsátaki mínu stóð var kjúklingalasagna og í stað pasta þá notaði ég tortillakökur til að setja á milli.  

Hvort sem það var lærdómnum að þakka eða hvað þá er þetta nýr uppáhaldsréttur og verður alveg örugglega gerður aftur á þessu heimili :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
2-3 þurrkuð chillí
3 hvítlauksgeirar
2 gulrætur
2 1/2 tsk chillíduft
1 1/2 tsk cuminduft
4 dl kjúklingasoð
1 dós niðursoðnir tómatar
1/2 tsk salt
1/4 tsk svartur pipar

1 msk matarolía
3-4 kjúklingabringur
1 laukur
Salt
1 hvítlauksgeiri 
1 tsk oreganó
6 torillakökur
Rifinn ostur 

Byrjaði á að hita kjúklingasoð í potti (notaði tening),
leyfði suðunni að koma upp 

Hér eru kryddin sem notuð voru, muldi þurrkuðu 
chillíin og marði hvítlaukinn í hvítlaukspressu.

Hellti tómötunum út í kjúklingasoðið

sem og kryddunum og hvítlauknum.

Reif gulræturnar niður

og bætti þeim út í pottinn sömuleiðis og leyfði þessu 
að malla við meðalhita.

Þá var að skera kjúklinginn í bita

og hita pönnuna og olíuna og steikja svo kjúklinginn.

Á meðan kjúklingurinn steiktist var tilvalið að skera 
laukinn í bita

Bætti lauknum svo út á pönnuna með kjúklingnum
og leyfði að steikjast í 2-3 mínútur.

Bætti svo út á pönnuna oreganóinu, hvítlauknum og saltinu.
Blandaði þessu öllu vel saman og tók svo pönnuna af hitanum.

Þá var að taka fram formið.
Byrjaði á að setja smá sósu í botninn.

Tók fram tortillakökunar

Byrjaði á að setja 2 kökur í botninn, 
reif aðra þeirra í tvennt.
Setti svo sósu og kjúkling ofan á

Þá var að gera aðra umferð ... byrjaði á að bleyta
aðra hliðina á kökunum

og raðaði þeim ofan á eins og áður,
setti svo sósu ofan á 

og annað lag af kjúklingi ...

og svo annað lag af tortillakökum

og restina af sósunni yfir

og svo ostinn - notaði poka af rifnum pizzaosti 
til að flýta fyrir og einfalda lífið í þetta skiptið.

Svo var bara að skella þessu inn í ofninn við 180°C
í sirka 15-30 mínútur, eða þar til osturinn var bráðinn
og farinn að dökkna.

Svo var bara að njóta!

Þetta er ekta til að hafa með gott rúkólasalat og sýrðan rjómam og annað gúmmelaði, en svo er þetta líka bara fínasta fínt eitt og sér ef menn eru hrifnir af einfaldleikanum.

Vona að þið njótið! Það gerði ég allavega :-)

Meira síðar.

Ummæli