Bjórkássa

Var í Reykjavík óvenjulengi um daginn að vinna í mastersverkefninu (= ástæðan fyrir fáum uppfærslum upp á síðkastið) og eftir langan lærdómsdag ákváðum við systurnar að elda eitthvað gott og varð þessi ágæta, og það sem betra er einfalda, bjórkássa fyrir valinu.

Uppskriftin endaði svona ...
2 beikonræmur
1 laukur
3-4 hvítlauksgeirar
500-600 gr nautahakk
1 bjór
1 dós nýrnabaunir
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós tómatsósa (tomato sauce)
2 1/2 tsk chillí duft
1-2 þurrkuð chillí
Salt og pipar
Sýrður rjómi (meðlæti)
Rifinn ostur (meðlæti)

Byrjaði á að skera beikonið í bita ...

sem og laukinn.

Skellti svo beikoninu á pönnuna og leyfði því að 
steikjast í smá stund ...

og bætti svo lauknum út á pönnuna ...

ásamt hvítlauksgeirunum sem ég skar smátt.

Þegar laukurinn var orðinn mjúkur og farinn að brúnast
var lítið annað að gera en að skella kjötinu á pönnuna
og steikja það þar til það var orðið brúnt. 

Þá var það að taka fram bjórinn,
ákvað að nota þorrakalda í þetta skiptið.

Hellti bjórnum svo á pönnuna ...

Freyddi vel og fallega :-)
Leyfði þessu svo að malla í 2-3 mínútur.

Bætti þá baununum út í ...

sem og tómötunum ...

og tómatsósunni.

Þá kom strax í kjölfarið chillí duftið og þurrkaða chillíið,
sem og salt og pipar.

Svo var bara að leyfa þessu að malla ... og malla ...
í sirka hálftíma 

eða þar til sósan var farin að þykkjast.
Þá smakkaði ég þetta til með chillí, salt og pipar ...

Svo var bara að bera þetta fram með sýrðum 
rjóma, osti og hrísgrjónum ... og njóta! :-)

Mæli óhikað með þessu - fannst þetta verulega gott.  Skemmtilegt bragðið líka að mörgu leyti en t.a.m. fann maður alveg bjórbragðið í gegn sem gerist ekkert alltaf.  Skemmtileg tilbreyting frá hakk og spakk og slíku!

Meira síðar.

Ummæli