Beikonvafið og ostafyllt jalapeño

Þegar maður er veikur og að skrifa meistararitgerð þá er fátt betra en bragðsterkur og bragðgóður matur. Enda sótthreinsandi fyrir maga og huga ;-)

Ég komst yfir þessi forlátu jalapeño í Reykjavík og eftir smá umhugsun ákvað ég að nota beikon sem ég átti í ískápnum og rjómaost og blaðlauk ... mmm ... einfalt og gat ekki annað en orðið bragðgott!

Uppskriftin endaði svona ... fyrir einn
5 jalapeño
250 gr rjómaostur
5 cm blaðlaukur
Salt og pipar
10 beikonræmur

Var með fimm jalapeño

Byrjaði á að skera gat niður eina hliðina

Svo þvert á skurðinn efst ... 

og neðst ... 
samt ekki alveg í gegn um allan ávöxtinn
 heldur bara grunnan skurð þannig að það væri 
auðveldrara að opna langa skurðinn.

Voilá, komin hurð á jalapeño-ið

Þá var að hreinsa sem mest af fræjunum innan úr

og þetta gerði ég við alla fimm.

Þá var bara að skera blaðlaukinn bita

Setja rjómaostinn í skál

ásamt blaðlauk og salt og pipar og notaði
svo bara gaffal til að blanda öllu saman.

Tók svo fram sprautupokann og setti ostablönduna í hann

og notaði hann svo til að sprauta ostinum inn í jalapeñoið 

Setti eins mikið og ég gat í hvert jalapeño því 
ostur er hollur og góður 

Fyllti þá alla af osti

Svo var að vefja þá beikoni, notaði tvö beikon per jalapeño

og notaði svo tvo tannstöngla til að halda þessu saman.

Raðaði þeim svo á ofnplötu.  Stillti ofninn
á 190°C, blástur og skellti þeim inn í 20 mínútur
eða þar til beikonið var steikt.

Svo var bara að njóta!

Þetta var hrikalega gott þó ég segi sjálf frá, og kom mér á óvart hvað þetta var lítið sterkt í raun og veru.  Mæli hikstalaust með þetta við öll tækifæri og mun alveg örugglega gera þetta í hvert skipti sem ég kemst yfir  jalapeño.

Meira síðar.

Ummæli