Villisveppabolognase

Í tilefni smá áskorunar sem ég er þátttakandi í þá verður aðeins meira um grænmetisrétti hér næstu þrjár vikurnar en venjulega - spennandi bara að sjá hvort ég haldi þetta út :-) 

Ég byrjaði áskorunina í gær á því að elda villisveppa bolognase ... En ég var svo heppin að þegar ég var að afþýða frystinn um daginn þá fann ég einmitt nokkra poka af sveppum sem ég hafði týnt í fyrrasumar og var tilvalið að nota.

Uppskriftin endaði svona ... fyrir tvo
275 gr villisveppir (auðvitað hægt að nota venjulega sveppi líka, þessir eru bara bragðsterkari)
1 laukur
~50 gr smjör
1 hvítlauksgeiri
1 dós niðursoðnir tómatar
1 1/2 msk oreganó
1-2 tsk þurrkuð basilíka
Salt og pipar
Rifinn parmesanostur (þarf ekki en er hrikalega gott)
Spagettí

Átti sveppi í frystinum - setti þá frosna á heita pönnu

Skar laukinn í bita

Skellti pönnunum frostum á pönnuna og steikti

Steikti þá meira að segja upp úr smjöri - namm!
Bætti svo lauknum út á pönnuna líka og steikti með

Spagettíið að sjóða á fullu :-)

Þá var það hvítlauksgeirinn ...

sem ég setti í hvítlaukspressu og á pönnuna
með sveppunum og lauknum

Svo var bara að hella tómötunum út á,
var með dós af söxuðum tómötum

Svo var það oreganó

og basilíkan, salt og pipar.
Leyfði þessu svo að krauma í sirka fimm mínútur.

Svo var bara að skella spagettí á diskinn,
sósu ... og rúsínan í pylsuendanum, ítölskum parmesan.

Þetta reyndist vera alveg hreint fáránlega gott - eignlega algerlega klikkað gott - Svo skemmdi ekki fyrir hversu einfalt, þægilegt og fljótlegt þetta var - það sem tók mestan tíma var að sjóða blessað spagettíið! Fer svo sannarlega í uppáhaldsbókina á þessu heimili :-)  

Meira síðar.

Ummæli