Steinbítur í kókossósu

Eins og áður hefur komið fram þá erum við fiskur ekkert sérstaklega góðir vinir - reyndar verð ég bara veik af fisk, en það er önnur saga.  Það sem ég ætla að deila með ykkur í dag er steinbítur í kókossósu, en ég var svo heppin að fá gefins steinbít frá frábærum vinum - er enn hálf orðlaus :-)  

Nema hvað, eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að elda hann í kókossósu ...

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 1/2 kg steinbítur
12 skallottulaukar
1 tsk salt
1/2 dl kókosmjöl
12 afhýddar möndlur
6 hvítlauksrif
~5 cm fersk engiferrót
1 tsk sítrónupipar
4 tsk turmeric
6 msk matarolía
2x400 ml kókosmjólk (ég notaði 3,5x400 ... alltof mikið)
4-6 rauð chillí
Salt og pipar
Hrísgrjón
Steinbíturinn var roðhreinsaður 
og skorinn í bita

Dreifði svo vel úr honum og sáldraði sjávarsalti yfir,
setti svo til hliðar meðan ég undirbjó sósuna

Byrjaði á að setja skallottulauinn í matvinnsluvélina,

ásamt möndlum og hvítlauk, 

og engifer og hakkaði vel.

Bætti svo turmeric út í og saxaði enn betur.

Skellti svo laukblöndunni á pönnunni, ásamt
matarolíu og steikti í nokkrar mínútur.

Svo hellti ég kókosmjólkinni út í (sem eins og
kemur fram í uppskriftinni að ofan hefði mátt
vera helmingi minni) og leyfði 
suðunni að koma upp og malla í smá stund.

Skar svo chillíið í bita og setti til hliðar.

Setti þá fiskinn út í sósuna og leyfði að 
sjóða í 3-4 mínútur (má ekki sjóða of lengi)

Skellti þá smá kókosmjöli út í

og chillí-inu og leyfði að sjóða í 2 mínútur í viðbót.

Að lokum var bara að bera matinn fram með hrísgrjónum.

Þessi réttur fékk mjög góða dóma, þó hitinn í lambinu hafi nú örlítið stolið senunni þetta kvöldið, en helsta umkvörtunarefnið var að chillíið kæmi ekki alveg nógu sterkt í gegn - en ég hugsa að ef maður bætir við einu chillí og minnki kókosmjólkina þá yrði þetta fullkomið :-)

Meira síðar.

Ummæli