Pönnukökur með smjörhnetufyllingu

Það er enn janúar og því hollustan enn í fyrirrúmi. Eða svona eins mikið og hægt er á þessu heimili :-)  Það sem af er þessu ári hef ég líka verið ógurlega hrifin af bragðsterkum mat og stóðst ég því ekki freistinguna að prófa þessa - Pönnukökur með kryddaðri smjörhnetufyllingu.

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir fjóra
Pönnukökudeigið
2 dl hveiti
75 ml maísmjöl (corn meal)
1/2 tsk salt
1/2 tsk chillí duft
2 egg
4 dl mjólk
5 msk smjör eða matarolía
Ríflega 1/2 dl parmesanostur

Fyllingin
2 msk ólífuolía
450 gr smjörhneta
3 þurrkuð chillí
1 blaðlaukur
1/2 tsk timian
1/2 kínakál
1 stk brie ostur
50 gr valhnetur
2 msk steinselja

Skellti í skál öllum þurrefnunum

Bætti út í mjólkinni og eggjunum

og svo var bara að þeyta öllu saman

og setja sirka eina ausu á pönnuna, 
sem ég notaði smjörið til að smyrja.
Þær eiga alveg að vera í þykkri kantinum,
en samt ekkert of þykkar :-)

Steikja auðvitað báðum megin og allt þar til
deigið var uppurið og setti pönnukökurnar
til hliðar á meðan fyllingin varð til.

Skar smjörhnetuna í litla bita og 
steikti hana á pönnu í sirka 5 mínútur.
  
Muldi þurrkuðu chillí-in út á og steikti í 1-2 mín í viðbót

Skar blaðlaukinn 

og skellti út á pönnuna ásamt timijaninu.

Skar kálið í þunnar ræmur og út á pönnuna,

ásamt steinseljunni og ostinum, 
sem ég hafði skorið í grófa bita

Svo að lokum bætti ég hnetunum út á og
blandaði öllu svl saman og leyfði að steikjast 
í sirka 2-3 mínútur í viðbót. 
Kryddaði svo að loks með salt og pipar.

Þá var allt tilbúið - pönnukökurnar, fyllingin og
stórt eldfast mót sem ég smurði að innan

Setti fyllingu í "hornið" á hverja pönnuköku
og braut svo í tvennt og aftur í tvennt

Skellti svo rifnum parmesanosti yfir allt saman og
setti fatið inn í ofn sem var stilldur á blástur og 200°C.

og voilá! Þessar líka fínu fylltu pönnukökur tilbúnar
aðeins 10-15 mínútum seinna.

Þetta reyndist hin ágætasta máltíð og vel bragðgóð, alls ekki of sterk.  Gott meðlæti er t.d. hvítlaukssósa eða grænmetissósa og svo klikkar salatið auðvitað aldrei :-)

Meira síðar.

Ummæli