Marglitir marengstoppar

Þessi er ótrúlega létt og skemmtileg - eitt af því sem rataði í matargjafir til vina þessi jólin :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
3 stórar eggjahvítur (Takk Hjördís Lára :-)
2 dl + 2 msk flórsykur
1 tsk cream of tartar
1 tsk bragðefni eftir smekk (t.d. vanilla, piparmynta ...)
Matarlitur
Byrjaði á að þeyta saman eggjahvíturnar 
og bætti svo cream of tartar út í, 
og í kjölfarið sykrinum smátt og smátt

Eggin og sykurinn voru auðvitað stífþeytt

Bætti að lokum út í vanilludropunum 
því ég er svo mikill vanilluaðdáandi 

Þá dró ég fram sprautupokann minn og galdrarnir hófust.
Hellti einum dropa af grænum matarlit 
niður eina "hliðina" innan á pokanum og
einum dropa af bláum matarlit niður hina "hliðina" og
leyfði þeim að leika allaleiðina niður.  Setti svo 
"marengsdeigið" ofan í sprautupokann líka ...

og sprautaði svo litlum toppum á ofnplötu og 
þegar sprautað var komu þessir líka fallegu og litríku
toppar - ekki skemmdi fyrir hvað þeir voru bragðgóðir!
Skellti þeim svo inn í ofn sem stilltur var á 110°C, blástur
og hafði kveikt á ofninum í eina klukkustund, en
þá slökkti ég á ofninum, en hafði kökurnar áfram inn
í ofninum yfir nóttu þannig að þær þornuðu almennilega.

Það er alveg óhætt að mæla með þessum við hvaða tækifæri sem er - bragðgóðir munnbitar og líta svo líka vel út, hvort sem er í munni eða á boði - best er þó hversu yndislega fljótlegir þeir eru - þó þeir þurfi reyndar að vera svolítið lengi inn í ofninum - biðin er þess virði!

Meira síðar.

Ummæli