Heimagert Dukkah

Jólagjafirnar í ár voru mestmegnis heimagerðar og var ég nú bara nokkuð ánægð með útkomuna.  Eitt af því sem rataði í mandarínukassana voru krukkur fylltar með heimagerðu Dukkah sem er egypskur hnetu - tja, hvað skal segja - kannski ekki beint réttur - en hugmyndin er sem sagt að dukkah (blanda af hnetum og kryddum) sé borið fram á disk, ásamt disk með ólífuolíu og brauði og/eða fersku grænmeti.  Brauðinu er þá dýft í olíuna og þaðan í dukkahð og þaðan beint í munninn og bragðlaukarnir gleðjast :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 poki (100 gr) heslihnetur
1 poki (100 gr) möndlur
1-2 dl jarðhnetur
1 dl sólblómafræ
1 msk kórianderfræ
1 msk cuminfræ
1 dl sesamfræ
1 msk cumin
2 þurrkuð chillí
1 tsk paprika
2 tsk sjávarsalt

Setið álpappír á ofnplötu og 
setjið þar möndlur, heslihnetur, 
jarðhnetur og sólblómafræ.
Setjið ofnplötuna í ofn stilltan á 180°C í 15 mín.
Passið að hræra reglulega í þessu til að ekkert brenni.

Takið til lítið ofnfat og setjið þar
kórianderfræin ...

cuminfræin ...

og seasamfræin 

og malað cumin líka - blandið öllu saman og setjið
inn í ofninn líka, en bara í 5 mínútur - hrærið einu sinni í 
og passið að brenni ekki :-)

Þegar hneturnar eru orðnar ristaðar þá er bara að 
hella þeim af ofnplötunni og í matvinnsluvélina.

Hakkið þær vel saman - mæli samt með að nota 
"púlsinn" ef þið eruð með slíkann takka því ef
þær eru hakkaðar of vel/lengi þá fara þær að gefa frá 
sér olíur sem við viljum ekki :-)

Hella svo hökkuðum hnetunum í stóra skál 

Þá er að taka kryddin og hakka þau - ég notaði
kaffikvörnina mína, en það er líka hægt að nota mortél

Vel blandað saman og malað.

Hellti kryddblöndunni svo yfir hneturnar

Bætti svo við reyktu paprikudufti ...

muldi þurrkaða chillíið yfir 

og svo sjávarsaltið og öllu blandað vel saman.
Þá setti ég líka smá malaðan svartan pipar,
en ekkert mikið af honum samt, kannski 1 tsk.

Úr varð þetta líka flotta og hrikalega góða dukkah!

Ég skipti þessu svo bara niður í krukkur og gaf í jólagjöf.  Þetta er raunar tilvalin gjöf, og til dæmis gaman að gefa krukku af dukkah, góða ólífuolíu og brauð saman, já og jafnvel fallega litla diska með.

Mæli óhikað með þessu :-)

Meira síðar.

Ummæli