Eggjakaka með rauðlauk og kartöflum

Stundum langar mann bara í eitthvað einfalt, fljótlegt og þægilegt og þessi uppskrift sem mig langar að deila með ykkur í dag er það svo sannarlega - og ekki skemmir fyrir hvað hún er bragðgóð :-)

Uppskriftin varð svona ... 
1 rauðlaukur
250 gr kartöflur
6 egg
Salt og pipar
1 msk oreganó
1 tsk þurrkuð basilíka
1/2 krukka fetaostur

Byrjaði á að skera laukinn í tvennt 
og svo í þunnar sneiðar

Hitaði ólívuolíu á pönnu og steikti laukinn 
þar til hann var mjúkur

Skar hverja kartöflu í fernt,
s.s. ekki of stóra bita
  
Skellti kartöflunum svo á pönnuna 
og hrærði reglulega í til að þær steiktust jafnt

Braut eggin sex í litla skál

Bætti út í skálina salti og pipar,
oreganó og basilíku

Notaði svo gaffal til að þeyta öllu saman.

Hellti eggjablöndunni á pönnuna,
lækkaði um leið hitann í meðalhita,
jafnvel í lægri kantinum því ég vildi ekki brenna neitt

Dreifði svo fetaostinum yfir og svo var bara
að leyfa eggjakökunni að "bakast" í sirka 10-15 mín
 - en ef þið eigið pönnu sem má setja inn í ofn,
þá getur verið sniðugt að gera það síðustu mínúturnar.

Að lokum varð til þessi líka snilldareggjakaka
sem ég borðaði einfaldlega með ferskum tómat
sem ég hafði skorið í bita í staðinn fyrir sósu
- bara gott!

Þetta var yndislega einfalt, gott og þægilegt - Sjaldan fengið jafn bragðgóðar kartöflur - Mæli óhrædd með þessu!

Meira síðar.

Ummæli