Cajun kartöflusalat

Í staðinn fyrir að taka næsta aðalrétt ákvað ég að taka fyrst meðlætið, sem var Cajun kartöflusalat.  Það reyndist vera eiginlega alveg fáránlega gott.  Reyndar svo gott að ég er byrjuð að sjóða kartöflur í salat til að taka með sem hádegismat í vinnuna í morgun :-)  Það var yndislega einfalt að gera það, fyrir utan vesenið sem fylgir því að afhýða kartöflurnar, og namm hvað það var bragðgott!

Uppskriftin var eftirfarandi ... meðlæti fyrir 6-8 
8 meðalstórar kartöflur
1 græn paprika
1 stór súrsuð smágúrka  (gherkin)
4 vorlaukar
3 egg, harðsoðin
250 ml mæjónes
1 msk hot dog relish eða dijon sinnep
Nokkrir dropar tabasco sósa
1/4 tsk ceyenne pipar
Salt og pipar
Byrjaði á að sjóða kartöflurnar í sirka 20 mínútur

Svo var bara að afhýða þær og skera í munnbita

Skar svo paprikuna í frekar smáa bita

Skellti kartöfunum og paprikunni í stóra skál

Svo var það gherkinið eða smá gúrkan

Skar hana líka í litla bita eins og paprikuna

Þá voru það vorlaukarnir

Skar þá í sneiðar ... setti þetta allt í skálina með
paprikunni og kartöflunum.

Þá tók ég fram litla skál og skellti í hana mæjónesinu,
hot dog relish-inu, cayenne piparnum, sjávarsalti, 
og auðvitað svörtum pipar 

Hrærði þessu öllu saman.

Þá var bara að sjóða eggin í 12 mínútur,
kæla og taka skurnina utan af og skera í bita

og skella þeim út í skálina sömuleiðis.
Eins og glöggir lesendur taka eftir þá neyddist ég
til að skipta um skál þar sem sú fyrri hafði reynst
einum of smá.

Skellti sósunni yfir

Blandaði öllu vel saman og skellti smá cayenne pipar yfir.

Þetta er algerlega nýtt uppáhaldsmeðlæti og eftir morgundaginn verður þetta alveg örugglega sömuleiðis nýr uppáhaldshádegismatur - Mæli óhikað með þessu.

Meira síðar.

Ummæli