"Sterk" súkkulaðikaka með cayenne pipar

Mig hafði lengi langað til að prófa súkkulaðiköku með cayenne pipar - finnst eitthvað svo ótrúlega sniðugt við   hugmyndina.  Það var því tilvalið að prófa hana í saumaklúbb um daginn. 

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1/2 dl kakó
2 dl hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk kanill
1/4 tsk cayenne pipar
220 gr suðusúkkulaði
1 dl smjör
4 stór egg
1 dl sykur
75 ml púðursykur
1 tsk vanilludropar

Byrjaði á að smyrja formið, setti smjörpappír í botninn
og stráði smá kakói yfir

Svo var að blanda saman þurrefnunum,
hveiti, kakó, lyftiduft, kanill, cayenne pipar og salt

Sigtaði þurrefnin saman i skál og setti til hliðar.


Þá tók ég fram lítinn pott og setti í 
hann smjörið og súkkulaðið

Bræddi þetta saman við lágan hita og setti til hliðar

Þá var að taka fram aðra skál og brjóta egginn í hana,
og skellti sykrinum út í

sem og púðursykrinum ...

og svo var bara að þeyta vel og vandlega saman 
eða þar til "létt og ljóst"

Þá hellti ég súkkulaðinu saman við

og hrærði saman 

vanilludroparnir ... uppáhaldið mitt :-)

og svo að lokum þurrefnin og blanda öllu saman

Svo var bara að skella deiginu í formið
og skella inn í ofn við 180°C í sirka 30-40 mínútur

Voilá, létt að snerta og lítur bara vel út
... svona fyrir utan sprungurnar :-)

Svona leit hún svo út eftir að hafa verið hvolfað.

Ég hefði svo viljað skreyta hana létt með súkkulaðiglassúr eða einhverju slíku, en hafði svo ekki tíma þannig að hún var einfaldlega borin fram með rjóma. Hún var alveg ágæt sko, en miðað við hinar kræsingarnar féll þessi einfalda súkkulaðikaka svolítið í skuggan af hinu verð ég að viðurkenna ... En gaman af henni samt sem áður :-)

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég vildi bara þakka fyrir mig. Ég gúglaði inná þessa síðu í leit að hafrakökuuppskriftum og er búinn að skoða hérna fram og tilbaka, spennandi uppskriftir og skemmtilega fram sett með myndum og svona, takk takk!

Björn Unnar