Litlar ostakökur

Ég ætla að byrja þetta blogg á að viðurkenna að ég hef eiginlega toppað sjálfa mig með þessum litlu ostakökum, þær eru sem sagt svo góðar!

Ég var venju samkvæmt öööörlítið stressuð, enda aldrei bakað ostaköku, hvað þá ostakökur í muffinsformum :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ... gefur ~30 kökur
1 pakki graham's crackers
8 msk sykur
113 gr smjör
30 súkkulaðibitar, ég notaði karamellufyllt súkkulaði
900 gr rjómaostur
4 dl sykur
1 dl hveiti
2 tsk vanilludropar
2 egg

Byrjaði á að skella kexinu í matvinnsluvélina

og malaði það fínt

Alveg eins og það á að vera :-)

Bræddi svo smjörið

Bætti sykrinum (8 msk) saman við kexið 

og hellti svo bræddu smjörinu yfir

Svo var bara að nota skeið til að blanda þessu vel saman. 

Setti svo sirka eina til eina og hálfa matskeið
af kexblöndunni í hvert muffinsform


Svo notaði ég einfaldlega desilítramál til að
þrýsta kexinu niður og mynda botn


Setti svo einn súkkulaðimola í miðjuna á hverju fomri


Þar sme ég hafði stolist til að borða þrjú karamellu-
súkkulkaði þá varð ég að draga fram marsmola
til að bæta upp það sem vantaði :-)

Þá var það fyllingin ... skellti rjómaostinum í skál
og þeytti hann vel með handþeytara

Bætti svo út í hveiti, sykri, 
og vanilludropum og þeytti vel saman

Svo var bara að bæta eggjunum út í, einu í einu
og þeyta vel á milli

Svona leit þetta út að lokum

Svo setti ég sirka 2 msk af ostafyllingu í hvert form


Skellti þessu svo inn í 180°C heitan ofn í 20 mín 
og út komu þessar fallegu ostakökur.

Ég verð að viðurkenna að þær komu betur út en ég hefði nokkurn tíma geta hugsað mér, hafði til dæmis áhyggjur af því að þær væru ekki nógu vel bakaðar en það reyndist ástæðulaus ótti.  Áferðin var silkimjúk og bragðið enn betra!  Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar gáfu þeim 9,5 - held meiri meðmæli séu varla til :-)

Meira síðar.

Ummæli

Rut sagði…
sjææs þetta VERÐ ég að prufa!!! slefaði yfir tölvuna
Vestfirðingurinn sagði…
Þetta var geeeeðveikt gott :)