Jólasmákökur 2011: Mokkatoppar

Þar sem ég er einlægur kaffiaðdáandi þá kom auðvitað ekki til greina að gera bara eina tegund af kaffikökum fyrir þessi jól.  Það var því ákveðið að smella í mokkatoppa ... sem reyndust alveg hreint hættulega góðir!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 tsk vanilludropar
1 tsk skyndikaffi (ég notaði neskaffi)
3 eggjahvítur
1/4 tsk cream of tartar
170 ml sykur
3 msk kakó
1 dl saxað súkkulaði

Byrjaði á að setja vanilludropa í skál ásamt kaffinu 
og blanda vel saman þannig að kaffið leystist upp,
setti svo til hliðar meðan ég þeytti marengs

Setti eggjahvítur í skál 

og bætti cream of tartar út í 

og svo var bara að þeyta ...

þangað til þetta var orðið vel froðukennt

og þá var bara að bæta sykrinum út í smátt og smátt
og þeyta vel og vandlega

eða þar til úr varð þetta líka stífa og fína deig

Þá var að draga fram sigtið og kakóið

og sigta kakóið yfir 

og nota svo trésleif til að blanda kakóinu 
varlega saman við deigið

og svo súkkulaðibitunum

og svo að lokum vanilludropakaffinu


Hrærði öllu varlega saman með sleifinni

Notaði svo matskeið til að búa til kökur á ofnplötuna,
eftir á að hyggja þá hefði ég betur notað teskeið
en þær urðu svolítið stórar ... og færri fyrir vikið ...
en það er svo sem ekkert endilega verra

Skellti þeim svo inn í ofn í 1 klst við 120°C,
slökkti þá á ofninum og hálfopnaði hann en
lét kökurnar vera inni í hálftíma í viðbót áður en
ég tók þær endanlega út.

Sumsé hrikalega bragðgóðar, en auðvitað mjög sætar kökur sem óhætt er að mæla með!

Meira síðar.

Ummæli