Þessi uppskrift er svolítið öðruvísi en margar aðrar smákökuuppskriftir sem ég hef smakkað að því leiti til að fyllingin er ávaxtahlaup, þið vitið nammihlaup! Mér fannst þetta hljóma svo skemmtilega að ég hreinlega varð að prófa :-)
Uppskriftin er eftirfarandi ...
2 dl fita (t.d. 226 gr smjör, mjúkt)
2 dl púðursykur
2 dl sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
4 dl hveiti
4 dl haframjöl
2x100 gr pokar sykrað hlaup
1x100 gr poki möndlur, hakkaðar
Þetta var yndislega einfalt, byrjaði á að
setja í skálina fituna, báðar tegundir sykurs og eggin
Þeytti þessu öllu vel saman
Svo var bara að bæta saman við öllum þurrefnunum
og þeyta saman við.
að lokum var það svo hlaupið
og möndlurnar ...
Hræra öllu saman
og notaði svo teskeið til að búa til kúlur og
raðaði upp á ofnplötu
Skellti þeim svo inn í 180°C heitan ofn í sirka 10 mín.
Svo var bara að leyfa þeim aðeins að kólna
áður en ég tók þær af plötunni,
passið ykkur hlaupið verður fáránlega heitt!
Til urðu þessar fínustu smákökur!
Þessar eru alveg svolítið exótískar og hafa fengið mismunandi dóma, annað hvort hefur fólk elskað þær eða alls ekki þolað þær. Persónulega fannst mér þær fínar og koma alveg sterkar inn í jólabaksturinn.
Meira síðar.
Ummæli