Jólasmákökur 2011: Himnakökur

Þessar eru svo sannarlega himneskar! Þrjár mismunandi súkkulaðitegundir og daim, gæti nokkuð verið betra??  Ég viðurkenni að ég hafði nokkrar efasemdir um þetta þar sem að mér fannst vera svo rosalega mikið af súkkulaði, en namm hvað þetta kom vel út!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
2 dl smjör
5 dl flórsykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 dl hvítir súkkulaðidropar
1 1/2 dl ljósir súkkulaðidropar
1 1/2 dl dökkir súkkulaðidropar
20 lítil daim, hökkuð

Byrjaði á að skera smjörið í bita og setja í skál

Svo varð að bæta út í flórsykrinum ...

eggjunum ...

vanilludropunum ... og hræra öllu vel saman

Þá var bara að blanda þurrefnunum út í 

og hnoða öllu saman.

Þá var að hakka daimið

Vel hakkað

og bæta því út í deigið, ásamt súkkulaðinu ...

og restinni af súkkulaðinu ... 

og hnoða þessu öllu inn í deigið.

Svo var bara að nota matskeið til að koma deiginu
á ofnplötuna ... þarna vöknuðu miklar
efasemdir um verkefnið - að það yrði ekki
bara bráðið súkkulaði út um alla plötuna :-)

Skellti kökunum svo inn í ofn við 180°C 
í sirka 12-13 mínútur og út komu þessar fínu kökur

Nammi namm hvað þær voru hrikalega góðar!

Mæli eindregið með þessum fyrir alla súkkulaðiaðdáendur! Einfalt að gera þær líka og enn einfaldara og skemmtilegra að borða þær.

Meira síðar.

Ummæli