Jólasmákökur 2011: Bananasmákökur

Prófaði þessar líka skemmtilegu smákökur um daginn.  Ég er hrifin af bönunum og enn hrifnari af kanil þannig að það var augljóst mál að prófa þessa uppskrift.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
160 ml fita (t.d. mjúkt smjör)
3 1/2 dl sykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
1 banani
4 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 poki möndlur, hakkaðar
1/2 tsk kanill

Byrjaði á að stappa bananann og 
setti svo til hliðar
 
Skellti svo í skál fitu (t.d. smjöri) og sykri 
og vanilludropum og hrærði vel saman

Bætti svo eggjunum saman við
og hrærði enn meira

Svo var bara að bæta við banananum 
og hræra saman við

og að lokum þurrefnunum, hveiti, matarsóda,
salti ...

og svo auðvitað hnetunum.
Hrærði öllu saman þannig að úr varð 
þetta líka hrikalega bragðgóða deig 
(er ein af þeim sem smakkar alltaf deigið :-) 

Notaði svo teskeið til að móta hálfgerðar kúlur
og setti á ofnplötu

Blandaði svo saman kanil og sykri og stráði yfir 
hverja og eina köku.  Skellti þeim svo inn í ofn
í 8-10 mínútur við 200°C.

Út komu þessar líka bragðgóðu og skemmtilegu kökur,
að minnsta kosti fyrir þá sem fíla bananabragðið.

Mæli alveg með þessum, eins og einn sagði, það er svona ömmubragð af þessum smákökum :-)  

Meira síðar.

Ummæli