Brussel og Róm

Tók nokkrar matarmyndir á ferð minni um Brussel og Róm - Fórum á þennan líka geggjaða ítalska veitingastað í Brussel, eiginlega einna allra besti matur sem ég hef nokkurn tíma smakkað sem við fengum þar.  Ef þið eigið leið um þá borg þá mæli ég með veitingastaðnum "Dolce Amaro" - Svo ru líka nokkrar myndir af matarmarkað sem ég fór á með Judith vinkonu minni í Róm, eeeelska matarmarkaði, skil stundum ekkert í því að ég skuli búa einhversstaðar á norðurhjaraveraldar þar sem eru svo sannarlega engir slíkir markaðir!  En það gerir það líklega þess mun skemmtilegra að heimsækja þá þegar maður er í útlöndum :-)

Kjötbolla í forrétt

Brauð :-)  
Þarf að spyrja Judith aftur hvað það heitir,
hrikalega gott!

Grillað eggaldinn og mmmm... mozzarella 

Beef tartar með trufflum

Trufflu ravioli - hrikalega gott!

Steikt villisvín

Panna cotta

Espresso!  Var ég búin að nefna að Ítalía 
skemmdi eiginlega algerlega kaffidrykkjuna mína?

og auðvitað limoncello að lokum
Nammi namm :-)

Kvöldið eftir fórum við svo á ekta brusselískt brasserí
og fengum eiginlega alveg vonlausan mat, satt best að 
segja ... kjötið var svo blóðugt að það var enn á lífi 
og þjónustan var gjörsamlega vonlaus ...
En þeir bættu það aðeins upp með alveg hreint 
klikkað góðum eftirrétt ... Belgarnir kunna á súkkulaðið!

Hér erum við svo komin til Rómar, á matarmarkaðinn,
Vildi óska að við gætum keypt krydd svona hér :-)

Það var ekkert lítið úrvalið þarna, langaði helst
að kaupa allt en endaði svo á að kaupa ekki neitt
... nema krydd :-)

Sumt var furðulegra en annað :-)

Ítalirnir elska sitt grappa
Mér fannst bara svo gaman
að þeir voru með grappa
sem heitir Berta :-)

Ný uppskrift og fleira skemmtilegt annað kvöld!  Er annars í vandræðum með að hefja baksturinn, get ekki valið úr uppskriftunum :-)  En það er a.m.k. komið á listann að prófa að gera eggjapúns, eggjapúns kökur, vöfflukökur, klemmukökur, karamellur og fleira ... nammi namm hvað ég hlakka til jólanna!

Meira síðar.

Ummæli