Kókosdahl

Það er fátt skemmtilegra en að halda saumaklúbb, nema þá kannski að fara í saumaklúbb :-)  Fyrir svona matarnörda eins og mig þá er það líka tilvalið tækifæri til að prófa nýjar uppskriftir og það gerði ég svo hressilega í síðasta saumaklúbb að ég er enn að vinna í að koma uppskriftunum hingað út á bloggið!

Ein sú uppskrift sem líklega sló mest í gegn er þessi sem ég ætla að deila með ykkur og ég verð að viðurkenna að hún var hrikalega rosalega góð!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
5 cm engiferrót
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
2 rauð chillí
2 msk matarolía
1 tsk cumin fræ
150 gr rauðar linsubaunir
250 ml vatn
1 msk sterkt karrýmauk
200 ml kókosmjólk
Safi úr einni sítrónu
Búnt af kóriander (átti ekki kóriander, en notaði 2 tsk malaðan í staðinn, kom vel út)
1/2 dl möndluflögur
Salt og pipar

Byrjaði með sirka 5 cm bút af engifer,

Skar engiferið í litla bita ásamt lauknu

og auðvitað hvítlauknum

og nammi namm, chillí - Allt skorið smátt

Skellti svo ólífuolíu í pönnuna og skellti öllu út í,
svo cumin fræjum

og hellti svo vatninu út í.  Þarna átti ég að setja 
karrýmaukið út í en gleymdi því ... setti það út í 
síðar, reyndist ekki koma að sök

og svo linsubaunirnar. 
Leyfði suðunni að koma upp, lækkaði svo hitann
og leyfði að krauma í 15-20 mínútur, 
hrærði reglulega.

Svo var að hella út í allri kókosmjólkinni, utan 2 msk
og leyfa að krauma aftur í 15-20 mínútur

Þá slökkti ég hitann undir pönnunni og hellti 
sítrónusafanum út í - 

á sama tíma fattaði ég að ég hafði gleymt karrýinu
og bætti því út í :-)

Jammí hvað þetta var girnilegt

Svo var bara að skella þessu í skál,
hellti svo möndluflögunum yfir

og svo restinni af kókosmjólkinni.

Þetta bar ég svo fram með naan brauði og ég verð að viðurkenna að þetta er algerlega nýr uppáhaldsréttur, bæði var hann með því bragðbetra sem ég hef smakkað og svo er þetta líka alveg hrikalega hollt!

Þið getið ekki annað en elskað þennan :-)

Meira síðar.

Ummæli