Hlynsýrópgljáður kalkúnn með sítrusfyllingu

Það dugði auðvitað ekkert minna en kalkúnn til að fagna eins árs bloggafmælinu!  Eftir mikla yfirlegu ákvað ég að blanda saman nokkrum uppskriftum sem ég átti og nota hugarflugið aðeins, krossa fingur og vona að það kæmi eitthvað gott út úr þessu - Það gerði það svo sannarlega! Namm hvað þetta var gott :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 12-14
5-6 kg kalkúnn

4 dl púðursykur
1 dl gróft salt
2 dl hlynsýróp
1 dl sojasósa
2 tsk svört piparkorn
6 kanilstangir
8 lárviðarlauf
4 lítrar vatn
2 kjúklingateningar

1 grænt epli
1 rautt epli
1 sítróna
1 appelsína
2 laukar

115 gr smjör
4 msk ólífuolía
1/2 dl eplasafi
2 dl hlynsýróp

Byrjaði á að kaupa kalkúninn og setja hann inn 
í ískáp til að leyfa honum að afþýðast, setti hann 
í ískápinn á mánudagskvöldi fyrir afmælið á föstudegi

Á fimmtudeginum tók ég hann svo út úr ískápnum og
fór að undirbúa brýninguna/mareneringuna

Byrjaði á að finna til púðursykur ...

og salt

og setti hvoru tveggja í stóran pott,

bætti svo út í pottinn hlynsýrópi
A-grade from Vermont :-)

og sojasósu,

piparkornunum auðvitða,

Kanilstöndum (tvær þeirra voru svo 
stórar að ég taldi þær sem fjórar),

og loks lárviðarlauf

Þessu skellti ég öllu saman í pott og leyfði suðunni að
koma upp, hrærði reglulega.

Þegar sykurinn hafði leysts upp bætti ég 
vatninu og teningunum út í og leyfði suðunni
að koma upp að nýju. Þegar suðan var komin upp
slökkti ég undir pottinum og setti hann til hliðar
og leyfði blöndunni að kólna alveg.

Á meðan tók ég kalkúninn og kom honum
fyrir í stóru plastboxi sem ég átti uppi í geymslu.

Hellti svo hlynsýrópsblöndunni yfir kalkúninn,
skellti lokinu á kassann og setti kassann með kalkúninum
í út á svalir fram á næsta dag.  Þegar ég vaknaði um
morguninn snéri ég kalkúninum og svo aftur
þegar ég kom heim úr vinnu.

Þá var kominn hátíðardagurinn og
tími til að undirbúa fyllinguna.

Byrjaði á að skera laukinn í stóra bita, skar fyrst til
helminga og svo aftur til helminga og svo aftur.

Skar svo eplið og appelsínuna, 

og sítrónuna í nokkuð grófa bita. 
Setti þetta svo til hliðar.

Því nú var kominn tími til að þerra kalkúninn áður
en hann yrði fylltur.

Skellti fyllingunni einfaldlega inn í hann,
pipraði hann svo aðeins og dreifði saxaðri salvíu yfir,
samt bara sirka 5 blöðum. Blandaði saman bráðnu 
smjöri og ólífuolíu. Penslaði svo fuglinn með sirka
helmingnum af blöndunni. Skellti kalkúninum 
svo inn í ofn við um 160°C í eina klukkustund.

Á meðan fuglinn var í ofninum tók ég restina af 
smjörblöndunni og setti í stærri skál.

Bætti út í eplasafa ...

og hlynsýrópinu 

og notaði svo gaffal til að blanda öllu vel saman.

Þegar fuglinn hafði verið inn í ofninum í eina klukkustund
tók ég hann út ...

og penslaði með hlynsýróps/smjörblöndunni

vel og vandlega og skellti svo aftur inn í ofninn
í sirka þrjá tíma í viðbót eða þar til
kjöthitamælirinn var kominn í 76°C.
Ég tók hann þó út á sirka 20-25 mínútna fresti
og penslaði aðeins, með bráðnu smjöri,
bara svona til að halda honum mjúkum og flottum.

Út kom þessi líka fallegi fugl

og ekki skemmdi fyrir hvað hann var djúsí :-)

Hann var einfaldlega góður. Ótrúlega meyr og bragðgóður.  Hann var svo eiginlega enn betri daginn eftir og margfalt betri daginn þar á eftir!  Nammi namm, kalkúnaafgangar!

Ég mæli hiklaust með þessari uppskrift.  Hún er aðeins öðruvísi en margar aðrar sem ég hef smakkað, en kom virkilega vel út.  Fyllingin sjálf var ekki borðuð, en ég var með aðra fyllingu til að borða, með eplum og beikon, en hún kemur inn (meira) síðar.

Ummæli