Fennel pasta

Það er stanslaus tilraunastarfsemi í gangi hér á heimilinu sem fyrir daginn.  Nýlega prófaði ég að nýju að búa til pasta, í þetta skiptið bæði venjulegt tagliatelle og svo gulrótar tagliatelle, hvort um sig virkilega gott!  Mér varð hugsað til konu sem sat við hliðina á mér í fluginu til Rómar um daginn, en hún sagði mér frá því að mamma hennar byggi til pasta á hverjum degi - finnst það kannski óþarflega mikil vinna, en raunar er það minna mál en maður ímyndar sér, auk þess sem það er mikið betra en þetta þurrkaða - ætla að reyna að venja mig á þetta.

Með þessu var svo gerð fennel/grænmetissósa, sem vinur minn sem er atvinnukokkur gerði með mér - hrikalega gott!

Uppskriftin var eftirfarandi 
300 gr hveiti
1 tsk salt
3 egg
2 gulrætur

1 haus ferskt fennel
3-4 tómatar
1-2 hvítlauksrif
1 laukur
Salt og pipar
Oreganó

Byrjuðum á að sigta hveitið og saltið á hreint eldhúsborð

Brutum svo eggin ofan í holu sem hafði verið gerð í hveitið

Svo var bara að nota puttana til að blanda saman
eggjunum og hveitinu

Galdurinn er að byrja í miðjunni

en ýta svo hveitinu af endunum inn á við

og úr verður þetta líka fína pasta deig.
Best er ef hægt er að leyfa því að standa í 
plastpoka í 15-20 mínútur.

Við ákváðum að hafa tvennskonar pasta,
venjulegt og gulrótar, þannig að ég sauð tvær gulrætur
þar til þær voru orðnar mjúkar og auðvelt að 
mauka þær með gaffli

Auðvitað hefði verið heppilegast að hnoða
gulrótina strax inn í helminginn af deiginu ...
en þetta var svona eftiráhugsun 

og kom alls ekki illa út!

Þá var það sósan, fyrst var fennelið skorið í litla bita,

sem og tómatarnir og hvítlaukurinn

og þessu og lauknum blönduðum við saman í stórri skál

Hituðum svo smá ólífuolíu í djúpri pönnu og 
steiktum svo grænmetisblönduna þar

Kryduðum svo með smá oreganó og basil, 
salti og pipar og leyfðum þessu að sjóða 
í sirka 15 mínútur 

Á meðan sósan mallaði var svo að búa til tagliatelle

Notaði pastavélina til að fletja út þunna renninga,
bæði venjulegan

og svo með gulrótum

svo var bara að nota vélina til að skera pastað
í þunna renninga = tagliatelle

Jammí hvað þetta var girnilegt

og var eiginlega alveg hrikalega gaman að gera þetta!

Svo var bara að skella pastanu í pott í sirka 3 mínútur

og svo var bara að bera þetta fram.

Verð að viðurkenna að fennelið kom skemmtilega á óvart, hafði aldrei notað það áður og var því spennt að smakka.  Þetta var hrikalega gott, ferskt, létt og bragðgott!

Mæli hiklaust með þessu, hollt og gott :-)

Meira síðar.

Ummæli