Eftirréttur: Pæ með sætum kartöflum og sykurpúðum

Jæja, komin heim úr Evrópureisunni miklu :-)  Átti yndislegar stundir á Ítalíu, skelli jafnvel inn myndum hér síðar í dag ... en það er löngu kominn tími á blogg! Takk fyrir þolinmæðina kæru vinir.

Það er ekkert matarboð fullbúið án þess að hafa eftirrétt!  Ég ákvað að halda þakkargjörðarþemað og skellti í pæ fyllt með sætum kartöflum og toppað með sykurpúðum.

Pæið reyndist alveg hreint hrikalega gott þrátt fyrir að það hafi orðið örlítið slys ... þ.e. hafði pæið aðeins aaaðeins of lengi inni eftir að ég setti sykurpúðana á.  En það kom ekki að sök, eiginlega bara hrikalega gott :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ... 
Pæ skelin
3 1/2 dl hveiti
1 msk sykur
1/2 tsk salt
6 msk kalt smjör
60 ml kaldur rjómaostur
1 tsk eplasafi

Fyllingin
2 sætar kartöflur
2 msk hlynsýróp
1 dl matreiðslurjómi
1 1/2 dl sykur
2 stór egg
1 tsk kanill
1/2 tsk malað engifer
1/4 dl malaður múskat

2 sætar kartöflur, afhýddar og ...

skornar í grófa bita

Skellti þeim svo í pott ásamt vatni þannig að flaut yfir,
setti svo líka smá salt, ca 1/2 tsk og leyfði þessu svo
að sjóða í sirka 20 mínútur, eða þar til kartöflurnar
voru farnar að mýkjast

Á meðan kartöflurnar suðu gerði ég deigið ...
sko, ég myndi eiginlega mæla með því að
gera það daginn áður, en út af því að ég var 
alveg hreint ógurlega upptekin dagana á undan 
þá sleppti ég því, mæli nú samt með hinu.
En í staðinn komst ég að því að það er alveg hægt
að gera þetta eins og ég gerði ...
Skellti saman í skál hveitinu, sykrinum og saltinu

Bætti svo út í smjörinu (kalt) sem ég hafði skorið í bita
og lét svo matvinnsluvélina þeyta þessu saman
þangað til blandan leit út eins og bitar.

Þá bætti ég rjómaostinum út í og þeytti meira

og að lokum hellti ég eplasafanum út í og hrærði 

og út kom þetta fína deig sem fór beint inn í frysti.

Þá passaði akkúrat að kartöflurnar voru soðnar.
Þá var bara að skella þeim í matvinnsluvélina með
hnífinn á og hakka vel og vandlega ...

Bætti smá hlynsýrópi út í ...

og voilá þetta líka flotta purré tilbúið.
Setti það til hliðar og leyfði að kólna alveg.

Á meðan var komið aftur að skelinni.
Deigið hafði aðeins náð að stirðna í frystinum,
ekki alveg nóg en þetta hafðist alveg.
Flatti það einfaldlega út og ...

skellti svo í pæformið og reyndi að láta þetta líta vel út.
Á þessu stigi á helst að leyfa botninum að kólna aftur

Skellti svo smjörpappir yfir og makkarónum ofan á
(átti ekki baunir) til að koma í veg fyrir að 
það myndu mynast loftbólur ... og skellti svo 
inn í ofninn við 180°C í um 20 mínútur, fjarlægði 
svo baunirniar og setti aftur inn í ofn í 10 mínútur.

Út kom þessi líka flotta pæ skel sem svo var sett til
hliðar og leyft að kólna (setti hana meira að segja
út í glugga :-)

Þá var það fyllinginn.  Setti í skál 4 dl af purré-inu,
ásamt matreiðslurjómanum ...

og sykri auðvitað

og tveimur eggjum ...

og að lokum kryddunum.

Notaði svo einfaldlega handþeytara til að 
þeyta þetta allt saman

Svo var bara að skella fyllingunni í skelina
og baka við 180°c í um það bil 1 klst,
gott er að setja álpappír yfir endana ef þið 
óttist að þeir séu að brenna. Tók pæið svo út úr
ofninum og leyfði að jafna sig aðeins.

En þá kom klúðrið mikla - að lokum setti ég sum sé
sykurpúða ofan á pæið og skellti inn í ofninn 
við aaaaaðeins of háan hita eða kannski frekar,
ég setti það á háan hita og grill (220°C) 
og af því það var svo hrikalega gaman hjá okkur
þá tókst mér auðvitað að hafa það aðeins of lengi inni

En þetta kom svona út :-)  
Það kom nú reyndar svo ekki að sök, því namm 
hvað þetta var rosalega hrikalega gott!

Mæli hikstalaust með þessu - alveg hreint hrikalega svakalega gott og líka pinku öðruvísi og auðvitað meinhollt!

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Fatta ekki alveg af hverju eru kartöflur í eftirréttinum en ekkert súkkulaði...
Hrefna ;)