Átta laga ídýfa með heimagerðri baunastöppu

Þessa ídýfu þekkja örugglega margir en hún er alltaf jafn góð :-)  Þessi er þó kannski aðeins öðruvísi að því leiti að ég gerði hana alveg frá grunni, þ.e. keypti baunir og sauð og kryddaði sjálf í staðinn fyrir að kaupa tilbúnar refried baunir í dós.

Þetta var alveg hreint hrikalega gott!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 dós nýrnabaunir
1 laukur
1 1/2 tsk cumin
1/2 tsk salt
1/2 tsk cumin
1/2 tsk salt
3/4 tsk paprikuduft
1/4 tsk kórianderduft
1 msk mataredik
2 msk tómatpúrra
8 dropar tabasco sósa

2 avocado
Salt og pipar
Safi úr einni sítrónu
1 dós sýrður rjómi
1 tsk chilliduft
1 1/2 tsk cumin
2 tómatar
3 vorlaukar
2 dl cheddar ostur
Steinselja

Byrjaði á að skera laukinn frekar smátt

Hellti af baununum og setti í pott, ásamt vatni - rétt
nóg til að flyti yfir baunirnar, setti svo laukinn út í
og 1 1/2 tsk cumin 

Notaði sleif til að blanda öllu saman og leyfði 
suðunni að koma upp við meðal hita - leyfði
að sjóða í sirka 5 mínútur.

Á meðan baunirnar suðu vann ég að avocado skurði

Byrjaði á að skera þau í tvennt og fjarlægja steininn,
skar þau svo í þrennt áður en ég afhýddi þau

Notaði svo gaffal til að stappa avókadóin, kreisti svo
safa úr einni sítrónu yfir

Bætti svo við salti og pipar og hrærði vel saman,
setti svo til hliðar í bili enda var kominn aftur
tími til að vinna með baunirnar.

Hellti vatninu (því litla sem var eftir) af baununum og 
setti baunirnar og laukinn í matvinnsluvél.

Bætti svo út í 1/2 tsk cumin ...

1/2 tsk salti

3/4 tsk chilliduft

1 msk mataredik

1/4 tsk kórianderduft og 2 msk tómatpúrré,

tabascosósan ... namm hvað þetta lofaði góðu :-)

Svo var bara að hræra þetta allt saman,
setti svo til hliðar og leyfði að kólna.

Tók þá fram sýrða rjómann og chilliduft,

og cumin ...

og notaði svo einfaldlega gaffal til að hræra öllu saman.

Svo var bara að taka fram fat, og setti baunirnar í botninn

þar yfir setti ég avókadóið ...

þar yfir sýrða rjómann ...

Skar svo tómatinn í bita ...

og dreifði yfir 

Skar svo laukinn í bita 

og dreifði yfir ásamt ólívum

Dreifði svo ostinum yfir og skellti smá steinselju þar yfir

Nammi namm, lítur vel út ekki satt? :-)

Ég bar þetta svo fram einfaldlega með nachos-flögum og þetta var eiginlega bara virkilega gott, mæli hiklaust með þessu!

Meira síðar.

Ummæli