Tilraun til kexgerðar

Ég gerði heiðarlega tilraun til að búa til mitt eigið kex um daginn ... það heppnaðist svona la la, eiginlega ekki betur en það. Það var samt alveg ágætt og allt það en hefði mátt setja salt, sem gleymdist :-)

En nema hvað -

Uppskriftin var eftirfarandi ...
4 dl hveiti
2 msk sykur
1 tsk salt
1/4 tsk cumin
1/8 tsk cayenne pipar
1 1/2 dl smjör, kalt
1 1/2 dl sesamfræ
1 dl mjólk, köld

Byrjaði á að rista sesamfræin, á þurri pönnu við meðalhita

Ristaði þau þar til þau voru orðin gullin og falleg 

Sigtaði hveitið, sykurinn, saltið, cumin og cayenne pipar
saman í skál.  Skar svo smjörið í litla bita og hrærði
svo öllu vel saman.  Í kjölfarið bætti ég svo sesamfræjum
í skálina og hrærði öllu enn betur saman.

Lét svo hrærivélina á hægan hraða og hellti mjólkinni 
smátt og smátt út í deigið - þar til almennilegt deig
hafði myndast 

Eða þar til þetta leit svona út :-)

Svo var bara að fletja deigið út og nota glas til að 
stinga út kexkökur ... það er svona að eiga ekki
form til að stinga út með.  Skellti þeim svo á 
ofnplötu og inn í ofn við 180°C, blástur í 20 mínútur

Eða þar til þær voru svona líka fínar og gullnar.

Aftur verð ég að viðurkenna að ég var ekkert svakalega hrifin af þeim, en það spilar inn í saltleysið og sú staðreynd að ég er ekkert hrifin af kexi svona almennt - en þetta smakkaðist nú samt fínt með osti og chilli-sultu :-)

Meira síðar.

Ummæli