Ítalskar kjötbollur - Ný uppáhalds uppskrift!

Ég elska ítalskan mat.  Raunar elska ég ítalskan mat svo mikið að það er til skammar að ég hafi aldrei komið til Ítalíu en stefnt er á að bæta úr því fljótlega :-)

Þegar ég fékk góða gesti um daginn þá ákvað ég að skella í ítalskar kjötbollur með makkarónunum og ostinum, enda börn í mat og því tilvalið að gera eitthvað barnvænt!

Uppskriftin endaði svona ... fyrir 6-8
Bollur 
1 kg svínahakk
200 gr nautahakk
1 laukur
1 búnt steinselja
1 dl rifinn parmesanostur
1 dl mjólk
2-3 brauðsneiðar
Salt og hvítur pipar

Sósa
4 litlar gulrætur
4 beikonstrimlar
2 laukar
Ólífuolía
1-2 msk oreganó
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 kjötteningur
Salt og pipar


Byrjaði á því að gera bollurnar ...
skellti hakkinu í skál og blandaði vel saman

Svo var að skera laukinn smátt og skellta í skálina, 

og rífa parmesan og skella út í sömuleiðis

Saxa steinseljuna fínt

og skella líka í skálina, ásamt salti og pipar.

Þá var að taka aðra skál og skella mjólkinni í 

Setti svo brauðsneiðarnar í mjólkina 
og bleytti brauðið upp úr mjólkinni

Kreisti svo mjólkina úr brauðinu og skellti 
brauðinu í skálina með kjötinu

Svo var bara að nota hendurnar og blanda öllu vel saman

Svo bjuggum við til litlar bollur og skelltum á ofnplötu

Hildur Sólveig tók sig þvílíkt vel út í bollugerðinni :-)

Svo var bara að skella þeim inn í ofninn við 180°c 
í sirka 10 mínútur - líta vel út ekki satt? 

Þá var að gera sósuna.
Byrjuðum á að rífa gulræturnar ...

og skera beikonið og saxa laukinn!

Öllu þessu var svo skellt út í djúpa pönnu, ásamt
ólífuolíu og steikt þar til laukurinn var mjúkur

Þá var bara að skella tómötunum út í, ásamt sirka
1 dl af vatni ...

og einfaldlega láta suðuna koma upp og leyfa að 
krauma í sirka 10-15 mínútur með lokið á

Svo var bara að skella kjötbollunum út í sósuna
og leyfa að sjóða aðeins lengur, eða í sirka 10 mínútur.
Það var ekki pláss fyrir allar bollurnar í pönnunni
en það hentaði ágætlega, setti þær til hliðar
og gaf litlu drengjunum að narta í :-)

Svona leit þetta svo út þegar tilbúið ...

og þá var lítið annað að gera en að bera fram og
segja "gjörið svo vel"

Þetta reyndist vera ein besta máltíð sem ég hef fengið í langan tíma, haha svona er minnið lélegt, er alltaf að borða eitthvað gott :-)  en þessar kjötbollur voru alveg sérstaklega góðar, komu mjög á óvart því mér fannst svo lítið krydd í þeim og þess vegna í raun fyrst og fremst "raunverulegt" matarbragð þarna á ferðinni - ekki verið að fela neitt í kryddi!

Get ekki annað en mælt með þessari uppskrift!

Meira síðar.


Ummæli