Hnetuæði - Ristaðar hnetur

Það hefur verið smá hnetuæði í gangi á heimilinu síðustu vikur og því verða næstu tvær færslur hnetutengdar og í báðum tilfellum ristaðar hnetur en þó gerólíkar.

Fyrri uppskriftin er undir áhrifum frá Suðurríkjum Bandaríkjanna ...

Uppskriftin er eftirfarandi ...
1 poki pekan hnetur
1 poki kasjú hnetur
1 poki möndlur
2 msk smjör
1 msk ólífuolía
1 msk Worcestershire sósa
1/2 tsk Tabasco sósa
3/4 tsk cumin
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk hvítlauksduft
2 tsk gróft salt

Skellti hnetunum saman í stóra skól

Dró svo fram nýju pönnuna og byrjaði á að setja 
smjörið á hana

og svo matarolíuna ...

Worcestershire sósuna ...

Tabasco auðvitað

Cumin

papriku ...

og svo að lokum hvítlauksduftið.

Svo notaði ég sleif til að blanda öllu saman við
meðalhita og leyfði suðunni að koma upp.

svo var bara að skella hnetunum út í 

og velta þeim vel og vandlega upp úr þessari blöndu

Skellti hnetunum svo á ofnplötu og inn í ofn við
160°C, blástur í u.þ.b. 15 mínútur og hrærði reglulega í

Svo var bara að dreifa saltinu yfir og skella í skál 
... og bera fram!

Sko, ég verð að viðurkenna að ég er enn ekki alveg viss um hvað mér fannst.  Hef lúmskan grun um að ég hafi haft þetta svona 2 mínútum of lengi inni í ofninum en þetta var hrikalega ávanabindandi samt sem áður og smakkaðist vel - verð samt að viðurkenna líka að næsta uppskrift var eiginlega betri - hlakka til að deila henni með ykkur næst!

Meira síðar

Ummæli